Verum á verði saman.
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Öll barátta byggir á samstöðu, án hennar fáum við litlu áorkað. Það á við í langflestum málum og alveg örugglega í neytendamálum. Ef við erum bara röflandi og tuðandi hvert í sínu horni miðar okkur lítið áfram en ef við stöndum saman þá tekst það.
Það að koma verðmerkingum í lag er gott dæmi um slíkt mál, ef við öll sem eitt, sýnum kaupmönnum að við sættum okkur ekki við neitt annað en að vörur séu rétt verðmerktar þá munu þeir auðvitað laga það. Ef það eru bara einn og einn leiðindapúki sem kvartar þá verður allt óbreytt.
Taktu þátt í átakinu með okkur.
Neytendasamtökin með átak í verslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér Þóra, ég er í leiðindapúkahópnum. Duða og duða og fæ litlu breytt, Ég er þó félagi í Neytendasamtökunum það er eitt stórt skerf...
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.4.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.