Mannlegi þátturinn.

Frágangur við Reykjanesbrautina er til háborinnar skammar og fáránlegt að menn hafi komist upp með þetta í allan þennan tíma.

Það er líka sorglegt að einhver "frægur" þurfi að lenda í slysi til að eitthvað sé gert.

Án þess að ég eigi sérstaklega við þetta slys enda þekki ég ekki málavöxtu, þá er það staðreynd að langflest bílslys má rekja til þess að bílstjórar haga ekki akstri eftir aðstæðum. 060531_bobsled_vmed_11a.widec

Það er alveg sama hversu öruggir vegirnir verða, fólk þarf að átta sig á því að akstur er dauðans alvara og öryggið verður alltaf undir ökumanni komið. Þegar búið er að tvöfalda vegina er meiri hætta á of miklum hraða.

Vegirnir verða auðvitað aldrei eins og bob sleðabrautir.

Fólk þarf líka að hafa það algjörlega á hreinu að það er ekkert einkamál hvernig það keyrir, eitt andartaks gáleysi, eitt ÚPS og fólk getur örkumlast fyrir lífstíð eða dáið og þar með er líf fjölda fólks komið á hvolf.

 

 


mbl.is Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er rétt hjá þér Þóra, akstur er dauðans alvara og oftast er það bílstjórunum að kenna þegar slys verður. Það er víst blákaldur sannleikur.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.4.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband