Sama hvaðan gott kemur ??

Þessu hefur oft verið haldið á lofti og þá sérstaklega til að verja hæpinn málstað.

Ég get ómögulega fallist á þetta. Mér finnst skipta máli hvaðan hlutirnir koma,  mér er ekki sama hvaðan hið "góða" kemur.  

Ef framið yrði valdarán hér á Íslandi og ræningjarnir byrjuðu á því að bæta kjör aldraðra og öryrja, myndi fólk þá bara kyngja því og kyrja "það er alveg sama hvaðan gott kemur" ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Þóra.

Eins grisku heimspekinganna Epikets sagði " Eins og markið er ekki reist til þess að skyttan missi þess, er ekkert í heimi illt í sjálfu sér "

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.2.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra. Ég er mikil áhugamanneskja um að rétta hag þeirra sem búa við skammarlega skert kjör eins og t.d. fatlaðir og öryrkjar sem eru á strípuðum bótum og stýrt frá degi til dags með skömmtunum og afsláttarkjörum í stað þess að greiða þeim sem þess þurfa sómasamleg laun og bætur. Eins eru alltof margir aldraðir sem eiga ekki margra kosta völ hvað varðar hjúkrunar- og dvalarvist. Ef þarf valdabyltingu til að breyta þessu þá  " so be it" kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.2.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Halla Rut

Svona af því að þú sagðir "gott" þá datt mér í hug til að sanna mál þitt með skelfilegu dæmi um karlinn sem gefur barninu "gotterý" til að vinna traust þess.

En það er rétt hjá þér að við skulum passa að hlaupa ekki á eitthvað sem gott er í dag en dugar skammt. Við skulum ekki selja okkur fyrir lítið, frekar horfa til framtíðar. 

Halla Rut , 19.2.2008 kl. 01:06

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ágætu konur og pólitískir samherjar! Það sem vantar á Íslandi er valdarán. Þó ekki væri til annars en að bæta hag öryrkja og þeirra lífeyrisþega sem sitja uppi með lægstu greiðslur.

Þegar svo er komið að stór hluti þjóðarinnar horfir helst á lækkun flugfargjalda og árangurs enskra fótboltaliða þá verða ekki breytingar að ráði á fylgi stjórnmálaflokka.

Skyldi Jörgen Jörgensen hundadagakóngur ekki hafa haft tíma til að eignast afkomendur á meðan hann staldraði hérna við um árið? 

Árni Gunnarsson, 2.3.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband