Villi í vanda.

 Hvernig stendur á því að maður sem kominn er af barnsaldri skuli ekki skilja hvað það þýðir að axla ábyrgð ? Það var beinlínis átakanlegt að horfa á Vilhjálm á þessum svokallaða fréttamannafundi. Heyra í manninum reyna að klóra sig útúr þessu. Á maður svo að trúa því að félagar hans styðji hann heilshugar ? ég held ekki, þau hefðu þá verið þarna hjá honum. Sennilega hafa þau  ekki treyst sér til að standa þarna fyrir framan myndavélarnar og segja ósatt. Svipurinn á þeim hefði komið upp um þau.

Þau eru heldur ekki öfundsverð af stöðunni. Það er í rauninni alveg sama hvað Villi hefði sagt í dag allt hefði það verið vont. Það hefði líka verið vont ef hann hefði stigið til hliðar. Einhverjir hefðu sagt að hann væri að yfirgefa sökkvandi skip og það þykir ekki gott. Svo eiga þau hin, sérstaklega Hanna Birna og Gísli Marteinn erfitt með að koma sér saman um það hvort þeirra ætti að taka við. 

Mér finnst augljóst að Hanna Birna eigi að taka við.Borgarbúar eiga skilið að fá ærlega manneskju sérstaklega eftir það sem á undan er gengið, síst af öllu þurfum við einn lygalaupinn enn. Gísli Marteinn afhjúpaði sig sem hégómlegan ósannindamann þegar hann skrökvaði til um prófgráðuna sem hann ætlaði að vera búinn að ná þegar bókin kæmi út. Ætli hann sé búinn að taka prófið ? 

Vandræðaástandið í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins minnir óneitanlega á ástandið eins og það var þegar Davíð steig úr borgarstjórastólnum. Þá gátu Inga Jóna, Þórðardóttir, Björn Bjarnason, Katrín Fjeldsted og  Árni Sigfússon ekki með nokkru móti komið sér saman um hvert þeirra ætti að vera Borgarstjóri. Niðurstaðan var sú að enginn, lesist Markús Örn, var gerður að  Borgarstjóra. 

Það gat auðviðað ekki gengið svo að Árni var settur í staðinn en það var bara of seint.

Kosningabaráttan sem þá fór í hönd var ein sú mislukkaðasta í sögu Sjálfstæðisflokksins en þá var Árna Sigfússyni og allri hans fjölskyldu stillt upp eins og um ameríska draumafjölskyldu væri að ræða. Íslendingar voru ekki alveg til í að kaupa það og það átti örugglega sinn þátt í því að Ingibjörg Sólrún náði kjöri. Hún var nefnilega bara ein í framboði þrátt fyrir að eiga þennan líka fína eiginmann og tvo ágætlega útlítandi syni. 

Gott ef það var ekki Hanna Birna sem átti stóran þátt í þessu klúðri sem hugmyndasmiður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það átti að taka þetta "the American style"

Halla Rut , 12.2.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband