Núverandi "kvóti" Ráða skal nothæfan vin eða vandamann í stað hæfari vandalausan.
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Merkilegt hvað svona uppástunga vekur sterk viðbrögð. Sumir virðast hreinlega ganga af göflunum. Svo hefst söngurinn, "þá neyðist maður til að ráða óhæfa konu í staðinn fyrir hæfan karl".
Það er eins og engum detti í hug að valið geti staðið á milli tveggja hæfra einstaklinga af sitthvoru kyni. Hvað með núverandi "kvóta" það er að segja vina og vandamannakvóta ? Ráða skal nothæfan vin eða ættingja í stað hæfari vandalausan.
Hógværar konur segjast líka vera á móti kynjakvóta því hann væri niðurlægjandi. Þær segjast vilja vera ráðnar vegna eigin hæfileika en ekki vegna kynferðis. Látið ykkur dreyma. Eins og hæfileikar séu það sem hefur gilt hingað til samanber þrjár nýjustu ráðningar tveggja ráðherra, allar mjög umdeildar.
Ef sú væri raunin þá væri margt öðruvísi og örugglega væru mun fleiri konur í ábyrgðastöðum en nú er og konur og karlar fengju sömu laun fyrir sömu vinnu. Ég trúi því ekki að hlutfall kynjanna í þessum stöðum endurspegli hæfileika þeirra.
Treystir einhver sér til þess að segja að þessar konur á listanum séu óhæfar? Held ekki.
Hvaða fyrirtæki sem er væri fullsæmt af því að hafa einhverja þeirra í sinni stjórn.
Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Þóra. Einhver( karl ;) ) hefur talið hógværum konum trú um það að það sé niðurlægjandi að vera valin vegna kynferðis. Ég er ekki sammála því enda ekki mjög hógvær kona eins og þú kannski veist. Ég var í karlastarfi í mjög mörg ár af því ég vildi sanna að það væri vel hægt að komast áfram á eigin ágæti og eigin forsendum en hvað gerðist. Þegar fleiri konur komu inn í starfið var því einfaldlega breytt í sendlastarf, öll völd tekin úr því og búinn til millistjórnstig þar sem bara voru karlar og þar voru peningarnir og völdin. Auðvita hætti ég enda 25 ár alveg nógu langur tími til að sanna sig.
Eina sem truflar mig í þessu er að það er hálfhastarlegt ef löggjafinn er að skikka félög og fyrirtæki í einkaeign til að velja í stjórnir hjá sér. Hálfgerð valdníðsla ekki satt?
Sem sagt blanda þessu sem mest það er affarasælast. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 2.2.2008 kl. 09:33
Jú ég er sammála þér með fyrirtæki í einkaeign og þá sérstaklega af minni gerðinni. Mér finnst til dæmis að ég ætti að hafa leyfi til að ráða bara konur í mitt fyrirtæki eða þá bara karla. Það gæti í sumum tilfellum verið heppilegt til dæmis varðandi hreinlætisaðstöðu og þess háttar, sérstaklega ef um er að ræða fámennt (kvennt) fyrirtæki.
Þessi bið eftir jafnrétti er samt orðin frekar pirrandi. Ég man eftir því svona ca. ´75 þá fannst mér þetta vera alveg að koma, við ættum bara að vera þolinmóðar.
Þóra Guðmundsdóttir, 2.2.2008 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.