Hvað ef ....?
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Það hefði nú verið gaman að sjá og heyra viðbrögðin ef þessir ráðherrar (strákar) hefðu nú bara verið ærlegir og sagt sannleikann þegar þeir voru beðnir um að rökstyðja stöðuveitingarnar.
Össur hefði bara sagt: Hvað er að ykkur ? ég ræð þessu, ég ræð bara vini mína. Til hvers haldið þið eiginlega að maður sé með völd ? Ég er búinn að bíða svo rosalega lengi eftir þessu.
Árni Matt hefði sagt: Sorrý en ég bara varð að gera þetta, ég var búinn að lofa að borga fyrir mig, menn hafa nú verið svo næs við mig.
Þetta liggur svo í augum uppi að þeir gætu allt eins svarað svona. Það versta er að sennilega hefði það engu breytt.
Athugasemdir
Sæl Þóra.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Já hjarðhyggjan lætur ekki að sér hæða.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2008 kl. 23:31
Skemmtileg aðkoma hjá þér. Það hefði verið best fyrir þá, það er alveg satt hjá þér. Hvað hefði verið sagt við því.
Það er einmitt gott að nota svona í rifrildum... Segja bara æj, þetta er rétt hjá þér, fyrirgefðu. Þá verður hinn orðlaus og ekkert meira hægt að segja.
Halla Rut , 11.1.2008 kl. 18:09
Já, sannleikurinn er sagna bestur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.1.2008 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.