Börn og búðir

 

Flestum börnum finnst bæði erfitt og hundleiðinlegt að fara í búðir. Samt virðast sumir foreldrar líta á búðarferðir sem fjölskylduskemmtun.

 

Ef þið eruð tvö með börnin þá er best að skipta með sér verkum þ.e. annað ykkar verður heima með börnin eða gerir eitthvað skemmtilegt á meðan hitt fer í búðir.

 
Ef þið neyðist til að fara með barnið eða börnin í búðir þá eru hérna nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

Gefið barninu að borða og drekka áður. Svangt og þyrst fólk verður alltaf ergilegt sama á hvaða aldri það er.

Hafið ferðina eins hnitmiðaða og þið getið.  Börnum finnst búðarferðin jafnvel enn verri ef ráfað er stefnulaust úr einni búð í aðra.

Ræðið við barnið/börnin áður en þið leggið af stað, segðu í hvaða búðir þið ætlið að fara, hversu margar og hvað þið ætlið að gera. þau skilja meira en maður heldur. Leyfið börnunum að skoða leikföng eða það sem þau hafa áhuga á.

Ekki reiðast þegar barnið sér eitthvað sem því list vel á og langar í. Það ekki nema eðlilegt að þau rekist á ýmislegt sem freistar.

Gerið hlé á búðarrápi til að fá ykkur hressingu. 

Ef barnið fer að gráta í búðinni, í guðs bænum huggið það, ekki láta það bara gráta.  Það er ömurlegt að sjá fólk í búðarrápi með vansæl og grátandi börn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðileg jól Þóra mín til þín og þinna og þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2007 kl. 00:38

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þakka hollráðin.

Gleðileg jól. 

Jón Halldór Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Halla Rut

Gleðilegt ár Þóra....

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband