Kynþáttahatur eða bara hrein og tær mannvonska ?

Það getur oft verið erfitt að greina af hvaða rótum illgirni fólks í garð náungans er sprottin. Ég man eftir því þegar ég var lítil að þá var einni stelpu sem bjó í næstu blokk oft strítt illilega. Af einhverjum ástæðum hafði sú saga komist á kreik að mamma hennar notaði bleyju. Krakkar gengu á eftir henni og öskruðu "pissudúkka, það er pissufýla af þér" 

Þessi stelpa var Íslensk og hvít eins og hvítir gerast hvítastir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef hún hefði verið útlendingur eða öðruvísi á litinn þá hefði þessi illkvittni verið flokkuð undir kynþáttahatur eða fordóma.

Við þekkjum öll mýmörg dæmi um svona hluti, því miður.  Til dæmis hafa rauðhærðir verið uppnefndir svo lengi sem elstu menn muna og krakkar grípa bara til þess sem "hendi er næst". Það getur verið fátækt, drykkjuskapur foreldra samanber "rauðskalli brennivínsson" lesblinda, smámælgi, föt sem falla ekki í kramið og svona mætti lengi telja.

 Þetta er einfaldlega bara hrein illkvittni og mannvonska. 

Mér finnst við verða að gæta þess að falla ekki alltaf í þennan pytt að halda að andstyggilegheit sem við notum hvert gegn öðru sé eitthvað annað en mannvonska. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þjáníng leitar að félagsskap.

Sigurður Þórðarson, 10.12.2007 kl. 01:02

2 identicon

Allir fordómar byggja á mannvonsku. Hversu mögulegt sé að skilgreina tærleikann veit ég ekki en auðvelt er að innræta og það börnum. Vandi barna eða íllska má rekja til umhverfi þeirra, jafnvel inn fyrir þröskul heimilanna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:45

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég held að fordómar séu ekki bara mannvonska. Ég held að þeir stafi líka oft af fáfræði og ótta. Á hárgreiðslustofu í dag las ég í tímariti hvernig konur níða skóinn hver af annarri í viðskiptalífinu og þar var bara öfund á ferðinni þ,e, mannvonska sprottin af öfundsýki ( konur eru konum verstar). Kúgaður maður kúgar þann sem hann ræður við til að upphefja sjálfið ( litlir lemjandi karlar ). Kynferðisafbrotamenn hafa margir upplifað misnotkun (Æ grey fórnarlömbin). Er það ekki hatur og hefnigirni sem fær útrás á þeim sem þeir ráða við. Einelti og stríðni hefur alltaf verið viðloðandi mannkynið og af hverju er það. Ég held að þessi hegðun stafi af valdagræðgi og það að ráða yfir einhverjum sem er minni máttar( ég ræð en þú hlýðir). Flestir sem stunda einelti óttast samkeppni. (Sannarlega lítilmótleg framkoma). Kynþáttafordómar aftur á móti er bara fáfræði eða heimska að mínu áliti. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.12.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband