Hvert er vandamálið með aðgengið ?

Enn og aftur skýtur þetta ábyrgðalausa frumvarp upp kollinum. 

Það mætti ætla að það væri eitthvað erfitt að nálgast áfengi. Það er ekki eins og ástandið sé  eins og það var um árið þegar menn stóðu í stöppu fyrir framan mislynda afgreiðslumenn og með óþolinmóða kaupendur fyrir aftan sig.

Það er líka eins og fólk átti sig ekki á því að áfengi er ekki og á ekki að vera dagleg neysluvara.

Mér finnst það líka alltaf jafn fáránlegt þegar menn eins og Sigurður Kári og Guðlaugur Þór, halda því fram að ástandið í áfengismálum sé harla gott í þeim löndum sem þeir vilja herma eftir. Það er bara alls ekki þannig því miður.

Í þessum löndum eins og t.d. Bretlandi og Frakklandi eru bullandi vandamál vegna ofneyslu áfengis. Ofneysla er heldur ekki bara hjá alkahólistum, alls ekki menn geta alveg drukkið sér til tjóns án þess að vera alkar.

Menn eru líka duglegir að tala um að kaupmönnum sé svo ljómandi vel treystandi til að höndla með þessa vöru, þeir myndu gæta þess vel að selja bara þeim sem náð hafa tilskildum aldri svona eins og með tóbakið. 

Á hverjum einasta degi eru tóbakslög brotin, börn allt niður í þrettán ára eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur. Ég get nefnt sem dæmi Nóatún vestur í bæ. Þar eins og á svo mörgum öðrum stöðum eru ungir krakkar að vinna og þeir selja jafnöldrum og skólafélögum sínum sígarettur.

Það er í rauninni engin ástæða til að ætla að kaupmenn geti staðið sig eitthvað betur varðandi áfengið. 


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Sæl Þóra, og takk fyrir í gær.

Við eigum eftir að slípa okkur saman í þessu máli sem öðrum.

Svo vil ég fara að fá mynd af þér í höfundaboxið.

Halla Rut , 14.10.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í þeim löndum þar sem aðgengi að áfengi er rýmra en hjá okkur Íslendingum er skorpulifur mun algengari. Þetta á ekki síst við um lönd þar sem neysla borðvína er algeng s.s. Frakkland. Mætti ég þá heldur biðja um færri skorpulifur tilfelli ef það er prísinn. 

Sigurður Þórðarson, 14.10.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Halla Rut, mér og myndavélum kemur ekkert óskaplega vel saman, því miður en maður veit aldrei kannski einn góðan veðurdag fer ég í myndatöku 

Sammála þér Siggi.  

Þóra Guðmundsdóttir, 15.10.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband