Meiri maður ?
Laugardagur, 22. september 2007
Það er athyglisvert að lesa skrif sumra um þessa afsökunarbeiðni Kristjáns. Mörgum finnst hann maður að meiri við að viðurkenna það sem þeir kalla mistök og biðjast afsökunar.
Ég myndi alls ekki kalla þetta mistök hjá Kristjáni, ekki frekar en ég myndi kalla þetta klúður með Grímseyjarferjuna mistök.
Kristján sýndi aftur á móti mikinn dómgreindarskort þegar hann lét þessi orð falla um Einar, og í rauninni bætir hann um betur þegar hann segir að hann hafi aldrei litið svo á að Einar hafi einn borið ábyrgð á þessu máli. Hvað vakti þá fyrir honum ?
Þegar maður kýlir mann, á hann þá skilið eitthvað hrós fyrir að segja "fyrirgefðu" ?
Mönnum er alltof tamt að tala um mistök þegar um hreina vanhæfni er að ræða.
Kristján biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér Þóra.
Mér finnst þetta hafa verið dómgreindarskortur hjá Kristjáni og það er almenn kurteisi að biðja afsökunnar á því sem ekki reynist satt. Mannasiðir ná einnig til þingmanna þó þeir telji sig oft vera "Fólk" sem hafi eitthvað annað siðferði en við hin.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.9.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.