Hverskonar rugl er þetta ?

Bjarni Ármannsson varð sér útum 400 milljónir nú í vikunni. Keypti hluti í bankanum "sínum" og seldi þá aftur daginn eftir og bar 400 milljónir úr býtum. Í þessari frétt kom líka fram, hafi ég skilið rétt, að nú væri hann búinn með kaupréttinn. 

Þetta eru óhemju miklir peningar meira að segja á hans mælihvarða þar sem hann hefur ekki "nema" um 120 milljónir á ári.  

Mig minnir að þau rök hafi verið færð fyrir þessum kaupréttarákvæðum að það væri til bóta fyrir bankann að stjórnendur ættu pesóulegra hagsmuna að gæta við stjórn bankans því það hvetti þá til dáða. 

Þá spyr ég er hann þá lakari starfskraftur núna ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Skemmtileg hugleiðing það

Baldvin Jónsson, 28.2.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband