Ólöglegt bréf ?

Núna er ég búin að lesa bréfið fræga. Ég átta mig ekki á því fjaðrafoki sem það hefur valdið né hvers vegna lögreglan ætti að rannsaka uppruna þess. Ég átta mig heldur ekki á því hvað lög hafa verið brotin. Er kannski ólöglegt að skrifa nafnlaus bréf ?

Ég fæ heldur ekki séð að höfundurinn þurfi að vera löglærður, hann gæti allt eins verið bara þokkalega vel að sér og  fylgst vel með gangi mála. Svo gætu höfundar allt eins verið tveir, jafnvel þrír. 

Það að tala um "myrk öfl"  finnst mér líka fulldramatískt ég varð líka undrandi á ummælum Sgurðar Líndals sem mér finnst alla jafna vera ákaflega orðvar maður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband