Framsýnir vinstri grænir.
Laugardagur, 24. febrúar 2007
Já það verður ekki af þeim skafið.
Þeir vita að innan fárra ára verða konur í miklum meirihluta ráðandi í bæjar- og sveitastjórnum og jafnvel inná Alþingi. Það er að segja ef ekki verður gripið í taumana.
Enda eru völdin að færast þaðan og inn í viðskiptalífið.
Þetta sjá karlarnir í Vinstri grænum og þeir ætla sko ekki að vera gripnir í bólinu og vera vitrir eftir á eins og hefur hent suma, ónei þeir ætla að vera vitrir fyrirfram og því vilja þeir setja lögin núna strax áður en í óefni er komið.
Jafnt hlutfall karla og kvenna takk. Annars er hætta á að þeir fái bara alls ekki að vera með yfirhöfuð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.