Hrunið var hinn stóri áfellisdómur.
Föstudagur, 18. júní 2010
Mér finnst skondið þegar menn segja að nýfallnir dómar Hæstaréttar muni rýra álit útlendinga á Íslensku viðskiptalífi og gæti fælt erlenda fjárfesta frá.
Hvar hafa þessir menn verið. Stóri áfellisdómurinn er auðvitað hrunið. Það var ekki bara viðskiptalífið og fólkið þar sem brást heldur líka eftirlitsaðilar og stjórnvöld.
Þetta er bara beint framhald. Þetta er bara enn ein staðfestingin á því hvað viðskiptalífið var og er sennilega enn, tæpt.
Það sem mér finnst einna alvarlegast í þessu er að allar harkalegu innheimtuaðgerðirnar af hálfu þessara fjármögnunarfyrirtækja hafi farið fram fyrir framan augun á yfirvöldum átölulaust. Fólk hrópaði og kallaði á hjálp en allt kom fyrir ekki. Það meira að segja kallaði á lögregluna til að koma í veg fyrir að bílunum yrði beinlínis stolið en enginn sá ástæðu til að hjálpa.
Meira að segja dómstólar úrskurðuðu fólk gjaldþrota á grundvelli þessara ólöglegu samninga.
Þetta er hinn alvarlegi áfellisdómur.
Meiriháttar áfellisdómur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Akkúrat Þóra og á þessi Ríkistjórn tafarlaust að segja af sér vegna þessa aðgerðarleysis hennar. Bara það að Ríkistjórnin hafi verið tilbúin að fórna eignum sem og eigum landsmanna er mjög alvaralegt atriði....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.