Sóðaskapur.
Sunnudagur, 13. júní 2010
Samkvæmt vef Pressunar vísar Svanur í Bandaríska rannsókn. Ekkert bendir til að hægt sé að heimfæra þá rannsókn beint til Íslands.
Það eru engin ný tíðindi að sóðaskapur geti leitt af sér alvarlega hluti. Það rifjast upp fyrir mér að einn sona minna fékk heiftarlega sýkingu í handlegginn eftir bólusetningu sem framkvæmd var af heilbrigðistarfsfólki í skólanum hans.
Hvernig væri nú að fara að skoða meðferð Jónínu heildrænt og fordómalaust? Þá gætu læknar eflaust lagt ýmislegt til sem myndi bæta meðferðina og sjálfir tileinkað sér eitt og annað sem þar fer fram.
Ristilskolun og sníkjudýr í görnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ha.. Nú skil ég ekki? Eru meltingarfæri bandaríkjamanna öðruvísi?
Jón Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 14:31
Rannsóknin sem Svanur vitnar til nær bara yfir þá sem þar eru. Það getur verið að Jónína standi öðruvísi að þessu. Til dæmis segist hún aðeins notast við einnota dót, við vitum ekki hvort þessir Bandaríkjamenn geri það. Svo getur líka verið að þeir sem hér eru séu flinkari við þetta. Það þykir allavega ekki vísindalegt að heimfæra svona rannsóknir "hráar" á önnur lönd.
Þóra Guðmundsdóttir, 13.6.2010 kl. 14:48
Það er lítill munur á "löndum". Ef að meðferðin er sú sama þá er hún eins. Hinsvegar ef hún er öðruvísi þá getur Jónína bent á það á móti og vísað svo í aðrar rannsóknir.
Hún mun hinsvegar ekki gera það. Hún mun vera með aðdróttanir og kæruhótanir í staðinn. Hún náðu meira að segja að tengja Svan við bankamálin í vikuni í tilraun til að gera lítið úr honum í stað þess að svara honum. (Svanur er víst í gymi með konur Hreiðars Más og þess vegna er hann á móti Jónínu víst.)
En... Fyrst við erum að tala um rannsóknir hvernig væri þá að Jónína benti á rannsókn sem sýnir fram á að ristilskolun geri nokkurn skapaðann hlut. Nei.. Það væri til of mikils að ætlast. Lækkum bar-ið og biðjum hana um að allavega vega útskýra lauslega hvað þetta á að gera og hvernig þetta á að hjálpa.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 15:07
Með sömu rökum þarf að fara yfir það hvort bólusetja eigi fólk almennt því ef órheinar nálar eru notaðr er hæt við sýkingu.
Þess vegna hef ég ekki farið í detox og lét ekki bólusetja mig við svínaflesnsunni.
Ef ég man rétt eftir haft úr fréttum þá hafa á annan tug manna kvartað eftir detoxið hjáLandlækni. Hvað er það stórt hlutfall af þeim sem hafa farið í meðferðina.
Hvað er það stórt hlutfall sem hafa kvartað eftir innlög á Landsspítalann?
Hvað hafa margir dáið eftir meðferðina hjá Jónínu en samkvæmt fréttinni er hætta á því?
Hvað hafa margir látist eftir einfalda og "áhættulausa" aðgerð á Landsspítalanum?
Spyr sá sem ekki veit og þorir ekki í detox.
Landfari, 13.6.2010 kl. 15:19
Það eru alltaf notaðar sótthreinsaðar nálar við bólusetningar. Sjálf fékk ég ofnæmisviðbrögð við svínaflensusprautunni sem gegnu yfir á 3 dögum. Ég er fegin að ég fékk ekki þessa flensu en ungt fólk og sjúkir einstaklingar urðu mjög veikir, sumir lentu á gjörgæslu.
Þessi grein á mbl.is er fáránleg og skrifuð til að vekja hneykslan. Fólk má ekki bara grípa grein sem er fínt orðuð og álíta það sannleika!
Svanur skrifar í kvörtunarbréfi sínu til landlæknis fjöldamörg dæmi um skaða fylgikvilla ristilskolana og vill benda á að ólæknismenntað fólk á ekkert að vera gera læknisaðgerðir.
Ómenntað fólk veit þá ekki hvernig á að bregðast við þegar fylgikvillar aðgerðar koma upp. Ristilskolun er ekki það sama og stólpípa. Allt að 50 lítrum af vatni er sprautað inn í ristilinn. Það eru til dæmi um fylgikvilla eins og ofhleðslu vatns í líkamanum og röskun á saltjafnvægi (getur valdið hjartabilun hjá hjartveikum og nýrnasjúkum), görnin getur rofnað og hætta er á sýkingum.
Fylgkvillar geta komið við ýmsar læknisaðgerðir og sjúklingar upplýstir um þá. Þarf að skrifa undir upplýst samþykki fyrir ýmsar aðgerðir og rannsóknir á Landspítala. Ef eitthvað gerist er brugðist við því.
Svanur vísar í nokkrar vísindagreinar og rannsóknir með tilfellum sem þessum og bendir á að þetta sé bannað víða, m.a. í Kaliforníu.
Hann bendir líka á að Jónína hefur notað heitið ,,læknismeðferð" yfir heilsuhótelvistina sína og vísar í lækna sem samt sem áður koma hvergi að starfseminni á Íslandi.
Umsagnir um fullan bata, læknun á MS, sykursýki og háþrýstingi má finna á heimasíðunni. Í greinagerð landlæknis kemur fram að Jónína má vel halda starfseminni áfram enda margt gott í þessu en hætta að tengja hana við læknismeðferð. Það er ólöglegt.
Vaka (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.