Færsluflokkur: Bloggar
Er annar hver maður þjófur?
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Ég rakst á þessa frétt á Vísi. Þar er fullyrt að á hverjum degi sé stolið úr verslunum hér á landi fyrir níu milljónir króna og ekki nóg með það heldur standi starfsfólk í verslunum fyrir allt að 45% þjófnaða.
Þessu heldur "örryggissérfræðingur" fram hefur tölur frá Bretlandi sem hann telur óhætt að yfirfæra hingað.
Ég verð að segja að sem fyrrverandi starsmanni í verslun þá er mér stórlega misboðið. Þarna er verið að þjófkenna heila stétt. Hvað segir VR við þessum ásökunum.
Ég efast ekki um að það sé stolið úr verslunum en fyrr má nú aldeilis fyrrvera, ég leyfi mér að stórefast um að þjofnaðurinn sé í þessum mæli.
Hvað gengur mönnum til með þessum fullyrðingum ? Er kannski verið að réttlæta lág laun í verslunum og/eða ofurálagningu ? Spyr sú sem ekki veit.
http://www.visir.is/article/20070407/FRETTIR01/70407049
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Allt í plati ?
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Það væri svo eftir öðru ef stækkunin ætti sér stað engu að síður. Þið getið fengið að ráða ef þið samþykkið það sem ég segi.
Kostnaður Sólar í Straumi um 3,5 milljón króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það skyldi þó ekki vera.
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Sá grunur hefur læðst að mér að yfirvöld í Hafnarfirði muni finna leið framhjá þessum úrslitum. Hvur veit nema það verði bara gert nýtt skipulag sem geri ráði fyrir stækkun álversins í hina áttina, á landfyllingu út í sjó. Það skipulag þarf þá ekki að bera undir atkvæði Hafnfirðinga þar sem það mun ekki taka neitt af byggingarlandi.
Það sem ýtir undir þessar vangaveltur eru orð Lúðvíks á þá leið að í þessum úrslitum felist ný tækifæri fyrir álverið.
Erfið ákvörðun en nauðsynleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engin mynd
Laugardagur, 31. mars 2007
Pétur og Svana unnu Íslandsglímuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hræddur Björn
Laugardagur, 31. mars 2007
Ég fer nú að hafa verulegar áhyggjur af Birni Bjarnasyni maðurinn er alltaf logandi hræddur. Þetta er sennilega orðin einhverskonar fóbía og yfirleitt eru fóbíur órökréttur ofsa ótti við hluti sem engin eða lítil ástæða er til að óttast svo sem eins og köngulær.
Hvernig væri að skilgreina þær ógnir sem að okkur steðja svona dagsdaglega ?
Þær ógnir eru ósköp hversdagslegar og óspennandi.
Fyrst og fremst eru það eiturlyf og áfengi sem leggja unga fólkið okkar að velli og það á við um allan heim. Þeir eru margfallt fleiri sem falla í valinn á ári hverju af völdum þessara efna beint og óbeint en munu nokkurn tíma koma til með að falla fyrir hryðjuverkum. Meira að segja mannfallið í Írak er hjóm eitt miðað við hve margir deyja af eyturlyfjaneyslu í Bandaríkjunum einum.
Eiturlyfjaneyslan hefur svo líka víðtækar afleiðingar. Það eru ekki bara fíklarnir sjálfir sem skaðast heldur öll hans fjölskylda og í raun samfélagið allt.
Svo eru það geðrænir sjúkdómar sem verða æ algengari sem og lísstílstengdir sjúkdómar sem valda því að fólk deyr um aldur fram sem og bílslys.
Það væri nær að efla varnir okkar gegn þessum ógnum með öflugri landamæragæslu og löggæslu yfirleitt. Það þarf líka að hlúa betur að börnum og unglingum í uppvextinum og allmennri andlegri líðan en það er því miður ekki gert .
Það verður að viðurkennast að baráttan gegn þessum ógnum býður ekki upp á þann hetjuljóma sem baráttan gegn hinum hefðbundndu hryðjuverkum kann að gera en hún er engu að síður mun brýnni og hún er líka beinlínis arðbær því það er dýrt að hafa ástandið óbreytt.
Svo ein spurning í lokin. Hvað væri betur til þess fallið að eyðileggja þjóðfélag innan frá en eiturlyf og áfengi ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Toshiki Toma og fordómar
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Í Morgunblaðinu í dag skrifar Toshiki Toma um dulda fordóma. Nefnir sem dæmi eftirfarandi reynslu manns frá einu af nýustu aðildarlöndum Evrópusambandsins þegar hann fór í verslun.
"Maðurinn upplifði að sá sem afgreiddi hann breytti hegðun sinni, áreiðanlega ómeðvitað og óviljandi, þegar hann uppgötvaði frá hvaða landi maðurinn var."
Toshiki og öðrum innflytjendum til upplýsingar vil ég taka fram eftirfarandi.
Íslendingar verða fyrir þessu á hverjum degi. Starfsfólk í verslunum sérstaklega þeim sem selja dýra hluti gera mjög upp á milli fólks. Það er ekki óalgengt að viðskiptavinur sé "mældur út" veginn og metinn með tilliti til þess hversu líklegur hann sé að kaupa þann dýra varning sem er í versluninni.
Ef afgreislufólkið skynjar ekki peninga og viðkomandi er ekki þekkt persóna þá er hann varla virtur viðlits, ég hef (innfædd í alla ættliði og get rakið ættir mínar til landnáms) stundum fengið þau svör þegar ég spurði um verð "þetta er mjööög dýrt".
Vissulega má segja að þetta séu fordómar en þetta hefur ekkert með kynþátt að gera. Þetta heitir snobb.
Þetta geta menn sannreynt með þvi að klæða sig eins og olíufursta og þá fá þeir fyrsta flokks þjónustu alveg sama frá hvaða heimshorni þeir eru eða hvernig þeir eru á litinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orðlaus.
Föstudagur, 16. mars 2007
Glæpurinn var framinn, á því er enginn vafi, fórnarlömb til staðar og játning liggur fyrir. Þessir menn eru meira að segja búnir að biðjast afsökunnar. Er það nema von að maður eigi ekki orð.
Þetta kom samt ekki á óvart , merkilegt!!!!!
Niðurstaða Hæstaréttar endanleg segir saksóknari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hverskonar rugl er þetta ?
Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Bjarni Ármannsson varð sér útum 400 milljónir nú í vikunni. Keypti hluti í bankanum "sínum" og seldi þá aftur daginn eftir og bar 400 milljónir úr býtum. Í þessari frétt kom líka fram, hafi ég skilið rétt, að nú væri hann búinn með kaupréttinn.
Þetta eru óhemju miklir peningar meira að segja á hans mælihvarða þar sem hann hefur ekki "nema" um 120 milljónir á ári.
Mig minnir að þau rök hafi verið færð fyrir þessum kaupréttarákvæðum að það væri til bóta fyrir bankann að stjórnendur ættu pesóulegra hagsmuna að gæta við stjórn bankans því það hvetti þá til dáða.
Þá spyr ég er hann þá lakari starfskraftur núna ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ólöglegt bréf ?
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Núna er ég búin að lesa bréfið fræga. Ég átta mig ekki á því fjaðrafoki sem það hefur valdið né hvers vegna lögreglan ætti að rannsaka uppruna þess. Ég átta mig heldur ekki á því hvað lög hafa verið brotin. Er kannski ólöglegt að skrifa nafnlaus bréf ?
Ég fæ heldur ekki séð að höfundurinn þurfi að vera löglærður, hann gæti allt eins verið bara þokkalega vel að sér og fylgst vel með gangi mála. Svo gætu höfundar allt eins verið tveir, jafnvel þrír.
Það að tala um "myrk öfl" finnst mér líka fulldramatískt ég varð líka undrandi á ummælum Sgurðar Líndals sem mér finnst alla jafna vera ákaflega orðvar maður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jakob klikkaði.
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Það sem mér fannst merkilegast við það sem Jakob sagði í þætti Egils var litla sagan af Alþingi.
Hann var kallaður þangað inn sem varamaður með stuttum fyrirvara og kom beint inní atvæðagreiðslu um skattalækkanir. Þá greiddi hann atkvæði eftir "flokkslínu" þó svo það hefði strítt gegn sannfæringu hans. Hann hefur sennilega ekki munað eftir sjórnarskránni en þar er tekið fram að menn eiga að fara eftir sannfæringu sinni, þar er ekkert minnst á flokkslínur.
Skyldi þetta vera einsdæmi ?.Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)