Færsluflokkur: Bloggar

Hringavitleysa.

Meira ruglið. Þetta svokallaða Loftrýmiseftirlit er bara enn ein aðferðin við að eyða peningum og það hratt.

Það sést best hversu klikkað þetta er að hingað til hafa Rússar verið ein helsta "ógnin". Nú er svo komið að sendinefnd frá okkur er stödd út í Moskvu til að biðja um pening.

Síðastliðna daga höfum við talað hlýlega um Rússa og jafnvel sagt að þeir séu einu vinir okkar. Höfum við þá eitthvað á móti því að þeir kíki á okkur annað veifið? 


mbl.is Höfum ekki sagt NATO að Bretar séu óvelkomnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið hús, já takk.

Réttast væri að sendiráð Íslands byðu Íslendingum erlendis, sem eiga í vandræðum vegna ástandsins í gjaldeyrismálum,  í mat. Minna má það ekki vera.
mbl.is Brugðist við vanda Íslendinga erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er kannski hægt að fara að einbeita sér að okkar vandamálum hér heima.

Við hefðum betur aldrei boðið fram. Almenningur á Íslandi var alltaf þeirrar skoðunar. Næst besti kosturinn hefði verið að draga framboðið til baka þegar allt hrundi hjá okkur.

En nei ekki aldeilis. Elítan okkar hérna tók það ekki í mál, heimurinn þurfti á okkur að halda.

Vonandi verður þessi útreið til þess að lækka rostann í liðinu. 


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil vita meira.

Eitt er að stinga skýrslunni undir stól, annað er að biðja menn um að hafa hljótt um hana á meðan unnið er að úrbótum.

Að stinga einhverju undir stól þýðir venjulega að ekkert sé aðhafst og það er alvarlegt.

Ég vil vita meira um málið. Hverjir voru það sem báðu um að skýrslunni yrði stungið undir stól og hvað gerðu þeir í málinu?


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með eftirlaunalögin strax.

Hafi einhverntíman verið tækifæri til að afnema eftirlaunalögin umdeildu þá er það núna.

Þeir sem lögin ná til eru auðvitað bara réttir og sléttir ríkisstarfmenn eiga þeir að njóta réttinda í samræmi við það.


mbl.is Lífverðir gæta Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram stelpur.

Kannski er þetta það sem við þurfum. Karlarnir eða kannski bara stuttbuxnaliðið búið að sigla í strand og þá koma konur til bjargar. Fullorðnar þroskaðar konur sem stjórna af yfirvegun og skynsemi eins og þeirra er von og vísa.
mbl.is Nýi Landsbanki tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkistryggð laun og eftirlaun.

Það er auðvelt fyrir mann í hans stöðu að brosa og bjóða góða nótt.

Ætli hann hafi átt erfitt með að borga reikningana sína um þessi mánaðarmót? Ætli almennar hækkanir og verðbólga haldi fyrir honum vöku? Ætli hann þurfi eitthvað að breyta sínum lifnaðarháttum?

Miðað við umburðarlyndi kjósenda Sjálfstæðisflokksins þarf hann ekki einu sinni að óttast að missa vinnuna þrátt fyrir afspyrnulélega frammistöðu.

Eða hvað, kannski var þetta kornið sem þurfti til að fylla mælinn. 

Samt sem áður þarf hann ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni, hann og hans félagar hafa séð til þess. 


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg ræða forsætisráðherra, hann hafði nákvæmlega ekkert fram að færa.

Ég var að vona að Geir hefði eitthvað að segja okkur, segði okkur hvernig hann ætlaði að hjálpa okkur að lifa af.

Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði fella niður verðtryggingu af lánum, að hluta.

Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði að sjá til þess að fólk missi ekki umvörpum ofan af sér.

Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði að sjá til þess að lánastofnanir sýni fólki skilning og sveigjanleika á meðan þetta ástand ríkir (jæja Jóhanna Sigurðardóttir kom inná þetta)

 Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði að fella niður skatta á þá sem lökustu launin hafa og lækka tekjuskatt á aðra.

Hann hefði getað sagt svo margt. Sumt af því er Jóhanna að bæta upp, en það er ekki nóg. 

En, það var svo sem ekki við öðru að búast. 

 


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir, ekki veitir af.

Ég ætla bara rétt að vona að fólk haldi áfram að lifa. Miðað við fréttaflutning undanfarna daga þá dáist ég að hverjum þeim sem þorir að fara á fætur á morgnana og halda lífinu áfram.

Fólk verður að átta sig á því að mörg okkar höfum framfærslu okkar hvert af öðru, með þjónustu af ýmsu tagi. Ef fólk héldi að sér höndum með alla skapaða hluti myndi fjöldi manns missa vinnuna.

Það eru líka góðar fréttir að álútflutningur eykst, við þurfum að auka fiskveiðar, þar getum við fengið gjaldeyri. Við eigum að gefa allt í botn í landbúnaðarframleiðslu og hefja útflutning. Við getum það alveg.


mbl.is Kaupa fleiri og ódýrari hluti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Satt eða logið?

Satt og logið sitt á hvað,

sönnu er best að trúa.

En hvernig á að þekkja það

þegar flestir ljúga. 

Eftir að hafa hlustað á málflutning Geirs og Jóns Ásgeirs, er alveg ljóst að annar hvor þeirra segir ósatt. Ég get ómögulega metið það en mér finnst að það þurfi að rannsaka málið af til þess bærum aðilum.

Ef það kemur á daginn að þessi aðgerð ríkisins var óþörf, ef Jón Ásgeir hefur rétt fyrir sér, þá, já þá er ég hrædd um að þessi ríkisstjórn sé búin að vera og þá ættu einhverjir að fara á bak við lás og slá.

Ásakanirnar á báða bóga eru svo alvarlegar að hið sanna verður að koma í ljós.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband