Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Lágmarkslaun í lög

Mér finnst að það ætti að lögbinda lágmarkslaun of  miða þau við lágmarks framfærslu. Tölurnar ættu að liggja fyrir fljótlega. Síðan getur hver samið fyrir sig.

Þeir fyrirtækjarekendur sem ráða ekki við  lágmarkslaun ættu þá að snúa sér að öðru því þá kunna þeir ekki nógu vel að reka fyrirtæki, taka sjálfir of mikið til sín eða það er bara ekki rekstrargrundvöllur fyrir fyrirtækið.

Fyrirtækjarekendur eru misvel í stakk búnir til að greiða laun, sumir geta einfaldlega greitt hærri laun en aðrir, kemur þar margt til svo sem eins og færni til fyrirtækjareksturs, ytra umhverfi og fl. Það getur líka skapast tímabundið svigrúm til hærri launagreiðslna.

Örorkubætur mætti gjarnan líki hækka en þá bara til alvöru öryrja. Mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að þeir sem ekki geta framfleytt sér vegna veikinda eða fötlunar, fái aðstoð en mér finnst það jafn fáránlegt  að  verið sé að borga letingjum og drykkjumönnum hátt á annað hundrað þúsund í hverjum mánuði.


mbl.is Lágmarkslaun verði 200 þúsund krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband