Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Byggðastefna

Nú er mál til komið og í raun löngu tímabært að menn setjist niður og ákveði hvaða byggðum eigi að halda við og hverjar eiga að fara í "líknandi meðferð" með það að markmiði að leggja þær niður.

Á sama tíma þarf að velja úr lífvænlega staði og styrkja þá og hvetja fólk til að fara þangað svo að það streymi ekki allir á suðvestur hornið.

Það er kristalklárt að ekki er raunhæft að halda við  öllum þeim byggðum sem nú eru á landinu. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er það bara þannig. Nema við færum í að flytja inn fólk í stórum stíl.

Nú til dags vill fólk hafa alla nútíma þjónustu í seilingarfjarlægð og það er bara ekki hægt að ætlast til þess að minni pláss sem telja fáein hundruð geti haldið henni uppi. 

 


mbl.is „Fólk fór að gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunávöxtun mínus 1,3%

Raunávöxtun  -1,3% Ég hélt að það héti tap á mannamáli. Ef þetta heldur svona áfram þá endar þetta með "neikvæðri eiginfjárstöðu"

 


mbl.is -1,3% raunávöxtun hjá Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband