Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Og forfeður hans voru.....

Þvílík ósvífni í manninum. Í fyrsta lagi ætlum við ekki að stela neinu og í öðru lagi ferst honum ekki að tala um forfeður.

Forfeður hans blóðmjólkuðu nýlendur sínar öldum saman svo ekki sé talað um hvernig þeir fóru ránshendi um menningarverðmæti heilu þjóðanna. Þeir hafa svo sem borið því við að þeir hafi verið að bjarga þessum verðmætum frá öðrum og verri ræningjum, þeirra þýfi hafi að mestu leiti endað á söfnum. 

Þeir hafa hins vegar sýnt lítinn vilja til að skila þeim aftur enda yrði British Museum fátækara fyrir vikið. Danir mega þó eiga það að þeir skiluðu okkur aftur handritunum sem má með sanni segja að þeir hafi bjargað frá fáráðum Íslendingum þess tíma. Á þeim tíma sem þeir tóku handritin var svo illa komið fyrir Íslendingum vegna hungurs og vosbúðar að sumstaðar voru handritin notuð í leppa og jafnvel soðin í súpu.

 


mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn í málinu.

Í grein Sigtryggs Jónssonar segir að Björn hafi fengið veð í húsi Sigtryggs til að leggja í sitt fyrirtæki, það er Björns.  Björn segir þá hafa verið viðskiptafélaga sem saman hafi lagt allt sitt í fyrirtæki sem fór á hausinn.

Hvort er satt? það skiptir öllu máli. Ef Björn segir satt þá er þetta bara sorgleg saga en ef saga Sigtryggs er sönn þá er Björn skúrkur.


mbl.is Saknar vináttu sem glataðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður hann nokkuð einn?

Miðað við það sem á undan er gengið vona ég bara að Steingrímur fari ekki einn. Það er ljótt að segja það en ég treysti honum bara rétt mátulega í þennan leiðangur. Mér liði betur ef einhver t.d. úr indefence hópnum færi með honum.
mbl.is Steingrímur fundar á Norðurlöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hefur verið ljóst allan tímann.

Merkilegt að í allri þessari umræðu hefur þetta atriði  örsjaldan komið fram. Hvers vegna hefur þessu ekki verið haldið á lofti öllum stundum allan tímann?
mbl.is Joly: Átti ekki að takast á við hrun heils bankakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband