Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Með fullri virðingu fyrir Má.

Þetta er ekki skynsamlegt að mínu mati. Var það ekki einmitt stefna Seðlabankans sem beið skipbrot?  Hefði ekki verið nær að fá einhverja sem EKKI hafa unnið í Seðlabankanum?


mbl.is Már skipaður seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef aðstæður á Íslandi versna TIL MUNA.

Þannig hljóðar "varnaglinn" hans Steingríms. Hvað kallast "til muna"? Verður miðað við hvernig við höfðum það fyrir hrun eða verður miðað við þau lönd í heiminum sem hafa það verst ?

Það vakti líka athygli mína í þessari frétt að Steingrímur þykist þess fullviss að þegar hans fólk hafi allar upplýsingar um málið þá muni það samþykkja samninginn og sjá að hann er harla góður. 

Jóhanna aftur á móti sagði engan ágreining í sínum flokki vegna þess að hennar fólk hafi séð að það eru ekki aðrir kostir í stöðunni.

Því spyr ég ; Hefur Samfylkingin meiri upplýsingar um málið en Vinstri grænir eða er Samfylkingarfólkið bara svona miklu klárara of fljótar að átta sig á hlutunum.


mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Rífleg lækkun stýrivaxta" ?

"Glæsileg niðurstaða í Ice Save málinu" og "ríflega lækkun stýrivaxta næst"

Steingrímur ætti að gæta sín í yfirlýsingum og láta verkin tala.


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ætti hver að semja fyrir sig.

Það eru ekki öll fyrirtæki í sömu stöðu. Sum fyrirtæki geta greitt hærri laun en önnur ekki. Hvers vegna ættu stöndugu fyrirtækin ekki að greiða launahækkun þó svo sum geti það ekki?

Hvers vegna ætti að pína önnur í þrot? 

Nei nú er tíminn til að hver semji fyrir sig og hvert fyrirtæki greiði eftir eigin getu. Þó að sjálfsögðu aldrei undir lögbundnum lágmarkslaunum.

Að lokum legg ég til að stýrivextir verði lækkaðir í 3%.


mbl.is Strandar á vöxtum Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband