Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Guðmundur Hallvarðsson er málsvari skattfrírra sérréttinda

Ég var að hlusta á útsendingu frá Landsfundi Sjálfstæðismanna. Upp kom tillaga um að sjómannaafslátturinn yrði lagður niður. Skiptar skoðanir voru um málið en athygli mína vakti afstaða Guðmundar Hallvarðssonar. Hann var algjörlega á móti því, sem er svo sem í lagi, en svo sagði hann.

En hvar á að stoppa ?, hvað með fríðindi þeirra sem starfa í utanríkisþjónustunni ? hvað með alla þá sem borða í mötuneytum víðs vegar um bæinn á verði sem er jafnvel undir kostnaðarverði?

Nei niðurstaða Guðmundar var sú að það væri ekki nokkur leið að fella sérgæðin úr gildi.  Afnám sjómannaafsláttarins gæti komið af stað hrinu af niðurfellingum sérgæða.

Ég hef alltaf litið svo á að skattaafsláttur sjómanna væri í rauninni ríkisstyrkur til útgerðarinnar en ekki til sjómannanna sjálfra. Sem þýðir bara það að ef hann yrði felldur niður þá yrði útgerðin ein og óstudd að standa allan straum af launakostnaði.


mbl.is „Þurfum að opna flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svei þér Egill Helgason.

Nú virðist vera skipulagður áróður fyrir kannabis. Egill Helgason sagði í morgunútvarpi rásar 2, að honum fyndist að réttast væri að lögleiða kannabis.

"Rökin" sem notuð eru þau meðal annarra að kannabis sé síst hættulegra efni en áfengi og að með lögleiðingu myndi neysla þeirra minnka og glæpum fækka.

Bull og vitleysa segi ég. 

Fyrst ber á það að líta að stór hluti vandamálsins snýr að notkun unglinga á efninu. Varla verður neyslan leyfð fólki yngra en 20. Efnið er líka stórhættulegt. Það er sannað að neysla þess veldur alvarlegu þunglyndi og persónuleikabreytingum auk þess sem það veldur doða og sinnuleysi.

Varðandi fækkun glæpa. Dettur einhverjum í hug að þeir sem græða nú á tá og fingri við að höndla með efnið, taki því þegjandi og hljóðalaust að missa jafn stóran spón úr aski sínum og salan á efninu er? Mun líklegra er að þeir muni finna sér annan farveg. Til dæmis snarherða markaðssetningu  enn harðari efna.

Ef neysla efnisins verður gerð lögleg þá yrði beinlínis ofsaaukning í neyslunni með tilheyrandi félagslegum vandamálum og hörmungum.

Varðandi það að efnið sé ekki hættulegra en áfengi og þar sem það sé leyft þá sé það ekki nema sjálfsagt að kannabis verði leyft líka.

Áfengi, þó það sé slæmt, þá er það ekki hættulegra. En jafnvel þó svo væri er það ekki afsökun. Á Vesturlöndum er aldagömul hefð fyrir áfengi sem vímugjafa. Mannkynið virðist hafa ríka þörf fyrir vímugjafa. Þess vegna má líta á það sem undanlátsemi að viðurkenna einn. Í öðrum heimshlutum er áfengi stranglega bannað en meira umburðarlyndi fyrir öðrum vímugjöfum. 

Mér finnst það ábyrgðarhluti að málsmetandi maður eins og Egill Helgason  skuli taka þátt í svona bulláróðri. Honum væri nær að taka mark á þeim sem vita betur, eins og t.d. læknum sem þekkja afleiðingarnar og  hvernig þetta efni virkar,  og berjast gegn svona ósóma.


mbl.is Stórfelld kannabisræktun stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var sem mig grunaði, þetta er ekki mér að kenna.

Það er merkilegt að fylgjast með "játningum" formanna flokkanna.

Helsta yfirsjónin er að hafa látið glepjast af "hinum" flokknum og víkja frá stefnunni eða sannfæringu sinni eftir því hvor formaðurinn á í hlut.


mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil Kristján sem formann Sjálfstæðisflokksins til næstu tveggja ára.

Ég vil frekar Kristján sem formann heldur en Bjarna. Ekki vegna þess að mér lítist svona vel á Kristján, síður en svo.

Það fer hins vegar í taugarnar á mér að einhver "eigi" að verða þetta og hitt. Mér finnst sá fnykur hafa legið lengið í loftinu vegna Bjarna.


mbl.is Fleiri vilja Bjarna en Kristján
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við lentum í alþjóða bankahruni"

Þessi orðu hrutu af vörum Sturlu Böðvarssonar í umræðum um Listamannalaun á Alþingi í kvöld. Hann ætlar ekki að kveikja á perunni frekar en margir flokksfélagar hans.

Helgi í Góu alltaf góður.

Þrautseigja Helga í Góu er aðdáunarverð. Ár eftir ár heldur hann áfram. Það veitir heldur ekki af. Við, almenningur, í þessu landi virðumst líka vera svo treg að það þarf að tyggja sannleikann í okkur aftur og aftur.

Það er auðvitað fráleitt að við skulum vera með alla þessa lífeyrissjóði. Ef Lífeyrissjóðunum er ætlað að taka við framfærslu aldraðra og þeirra sem slasast eða veikjast á miðjum aldri þá er fráleitt að hafa þá fleiri en einn.  Öllum þessum lífeyrissjóðum fylgir líka fjöldinn allur af oflaunuðum lífeyrisjóðstjórnum og stjórum.

Því skora ég á alla að ganga í lið með Helga og skrifa undir hér

Hvar ætti hann svo sem að fá vinnu,,

Auðvitað mun Einar Guðfinnsson taka annað sætið. Hann getur örugglega ekki hugsað sér annað starf, því miður eins er ég hrædd um að það yrði ekki slegist um hann á hinum almenna markaði.

Það er heldur ekki eins og vinnumarkaðurinn sé svo glæsilegur, þökk sé "fólkinu í Sjálfstæðisflokknum"

Mér finnst að fólk ætti almennt ekki að vera lengur á þingi en 2-3 kjörtímabil samfellt. Fólk sem hefur verið á þingi svo áratugum skiptir er algjörlega búið að missa öll tengsl við það sem flest okkar kalla eðlilegt líf. 

Enn verra er þegar fólk fer á þing áður en það nær að kynnast lífinu.


mbl.is „Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Jesú nafni.

Ætli sr. Karl viti af því að í Frjálslyndaflokknum eru Ásatrúarmenn fjölmargir. Það er líka yfirlýst stefna flokksins að aðskilja Ríki og Kirkju. Ætli það fari saman við skoðanir sérans?

Annars veitir flokknum ekki af að fá sálusorgara í sínar raðir. Næg eru verkefnin. Sálfræðingur yrði líka vel þeginn. Hver veit nema hann bætist í hópinn. Nú eru prófkjör um helgina svo það er aldrei að vita nema fleiri fallkandidatar þurfi að finna sér nýjan vettvang.


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottasti listinn, hingað til.

 Framsýnir Vinstri grænir

 "Já það verður ekki af þeim skafið.

Þeir vita að innan fárra ára verða konur í miklum meirihluta ráðandi í bæjar- og sveitastjórnum og jafnvel inná Alþingi. Það er að segja ef ekki verður gripið í taumana.

Enda eru völdin að færast þaðan og inn í viðskiptalífið.

Þetta sjá karlarnir í Vinstri grænum og þeir ætla sko ekki að vera gripnir í bólinu og vera vitrir eftir á eins og hefur hent suma,  ónei þeir ætla að vera vitrir fyrirfram og  því vilja þeir setja lögin núna strax áður en í óefni er komið.

Jafnt hlutfall karla og kvenna takk. Annars er hætta á að þeir fái bara alls ekki að vera með yfirhöfuð."

Þetta skrifaði ég í febrúar 2007.


mbl.is Sterkur endurnýjaður hópur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fordæmi kardinálann Vadikaninu.

Það er tími til kominn að segja þessum tréhestum til syndanna. Níu ára gamalt stúlkubarn verður barnshafandi að tvíburum eftir nauðgun. Hún er of smávaxin til að ganga með börnin svo ekki sé nú talað um aldur.

Læknir segir að líf stúlkunnar hafi verið í hættu, en nei þessir karladurgar sem telja sig vera umboðsmenn Guðs, hvorki meira né minna, telja sig þess umkomna að fordæma móður stúlkunnar og læknana sem komu að fóstureyðingunni. 

Guði sé lof, segi ég nú bara, að stúlkan skuli hafa fengið þessa aðstoð.


mbl.is Vatíkanið tekur undir fordæmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband