Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Björn, misskilningurinn er þín megin.

Björn, skilur þú ekki að fólk vill ekki svona spillingu meir?  Það er ekki í lagi að menn "kortleggi" gjörðir fjölskyldu sinnar, einfalt.

Er þér algjörlega fyrirmunað að sjá muninn á réttu og röngu?

Kannski er þetta afleiðingin af of langri stjórnarsetu.

Þess vegna þarf ríkisstjórnin að víkja
mbl.is Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akkúrat ekkert að marka það sem þessi maður segir.

Því miður hefur Geir Haarde glatað öllum trúverðugleika gangvart almenningi. Hann hefur alltof oft sagt okkur beinlínis ósatt um svo margt.

En ef þetta er satt, þá breytir það ekki því að það eru komnir brestir í samstarf ríkisstjórnar og þjóðar og það er ekki síður alvarlegt.  


mbl.is Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík hamingja.

Oft hefur því verið haldið fram að hamingja fáist ekki keypt fyrir peninga. En mikið held ég samt að vinningshafanum hafi létt við að fá 33 milljónir inná reikninginn sinn á þessum síðustu og verstu tímum. 

Allavega yrði ég hamingjusöm ef ég gæti rétt sisvona greitt niður allar mínar skuldir, þá gæti ég farið að hafa áhyggjur af merkilegri hlutum Cool

 


mbl.is Hyggst nýta milljónirnar til að greiða niður skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað svo????

Samfylkingin afneitar Davíð, en hvað þýðir það í raun? Ætlar Samfylkingin að aðhafast eitthvað frekar, ætlar hún að una því að Davíð verði áfram Seðlabankastjóri í skjóli Sjálfstæðisflokksins?

Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera? Ætlar hann að hafa Davíð áfram þrátt fyrir óánægju samstafsflokksins?

Hvað ætlar Þorgerður Katrín að gera? Ætlar hún að láta það yfir sig ganga að Davíð tjái sig eins og honum sýnist og að ekki megi ræða Evrópu?


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur prófarkalestri verið hætt?

Undanfarið hef ég orðið vör við ótrúlega illa skrifaðar fréttir á mbl.is. Þessi er með þeim lélegustu sem ég hef séð.

Er heimilisfang Valgerðar svona merkilegt eða eru það sjö árin ?
Hvernig geta drengir sem eiga afmæli 1. nóv, átt afmæli í "gær" þegar fréttin er skrifuð 1.nóv. ?
Hvernig geta drengirnir verið fæddir sama dag  þegar þeir eru fæddir með 11 ára millibili ?
Hvað eru tvöfaldir tvíburar ?

Til hamingju með daginn srákar.


mbl.is Fjórir bræður fæddir sama dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum stjórn ríkisins út.

Hér með segi ég Ríkisstjórn Íslands upp.

Mér finnst ríkisstjórn Íslands hafa brugðist og ég vil hana í burtu. Ég vil líka að stjórn Seðlabankans víki.

Þar sem stjórnarandstaðan er ósamstæð og engan vegin nógu öflug legg ég til að stjórn Íslenska ríkisins næstu tvö árin, verði boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu og okkar helstu lánveitendum verði falið að ráða fólk til starfans.

 


mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga hvurt?

Það er alveg rétt hjá Birni að gott væri að allir gengju í takt. Það skiptir ekki minna máli hvert ferðinni er heitið. Það  er til lítils að ganga  í takt við Geir og Davíð beint til andskotans eins og þeir virðast stefna.

mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband