Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Léleg ræða forsætisráðherra, hann hafði nákvæmlega ekkert fram að færa.
Fimmtudagur, 2. október 2008
Ég var að vona að Geir hefði eitthvað að segja okkur, segði okkur hvernig hann ætlaði að hjálpa okkur að lifa af.
Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði fella niður verðtryggingu af lánum, að hluta.
Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði að sjá til þess að fólk missi ekki umvörpum ofan af sér.
Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði að sjá til þess að lánastofnanir sýni fólki skilning og sveigjanleika á meðan þetta ástand ríkir (jæja Jóhanna Sigurðardóttir kom inná þetta)
Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði að fella niður skatta á þá sem lökustu launin hafa og lækka tekjuskatt á aðra.
Hann hefði getað sagt svo margt. Sumt af því er Jóhanna að bæta upp, en það er ekki nóg.
En, það var svo sem ekki við öðru að búast.
Glitnisaðgerð ekki endapunktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góðar fréttir, ekki veitir af.
Fimmtudagur, 2. október 2008
Ég ætla bara rétt að vona að fólk haldi áfram að lifa. Miðað við fréttaflutning undanfarna daga þá dáist ég að hverjum þeim sem þorir að fara á fætur á morgnana og halda lífinu áfram.
Fólk verður að átta sig á því að mörg okkar höfum framfærslu okkar hvert af öðru, með þjónustu af ýmsu tagi. Ef fólk héldi að sér höndum með alla skapaða hluti myndi fjöldi manns missa vinnuna.
Það eru líka góðar fréttir að álútflutningur eykst, við þurfum að auka fiskveiðar, þar getum við fengið gjaldeyri. Við eigum að gefa allt í botn í landbúnaðarframleiðslu og hefja útflutning. Við getum það alveg.
Kaupa fleiri og ódýrari hluti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)