Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Svindl.

Þetta sýnir best hvað þetta er klikkað kerfi. Þingmenn eru kosnir inn á vegum flokka en sitja þar svo á egin vegum. 

 Annað hvort á að kjósa einstaklinga eða flokka. Ef maður kysi einstaklinga þá væri þetta allt í góðu en þar sem maður kaus flokk þá á atkvæðið að tilheyra flokknum. 

Þarna hafa þeir sem kusu Frjálslynda hreinlega verið rændir atkvæðum sínum.


mbl.is Óháður inn fyrir sjálfstæðismann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir Baugs.

Baugur group birtir í dag heilsíðuauglýsingu vegna styrkveitinga sinna.

Það er athyglisvert hverjir fá styrk úr sjóðnum, og þá um leið hverjir hafa sótt um. Þeir eru að veita sambýlum hist og her styrki til að endurnýjunnar á  húsbúnaði, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær styrk til kaupa á sjálvirkum hjartastuðtækjum, fjölskylda fær styrk til að mæta verulegum kostnaði vegna veikinda og svona mætti lengi telja.

Ég hélt í einfeldni minni að ofangreindir aðilar ættu að njóta þess að búa í velferðarþjóðfélagi og þyrftu þess vegna ekki  að sækja um styrk til einkaaðila. 

Þetta leiðir hugann að öllum hinum sem eru í svipaðri stöðu en voru ekki svo heppnir að fá styrk frá Baugi. Hvað ætlum við að gera fyrir þá ?. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband