Hefur hann beðist afsökunnar?

Vissulega var sr. Gunnar sýknaður af dómsstólum. Það lék hins vegar enginn vafi á því að hann strauk og kyssti fermingarstelpur ásamt því að hvísla í eyra þeirra.

Þetta sagðist hann hafa gert til að "sækja sér styrk eftir erfiða jarðarför".

Stúlkunum var greinilega misboðið, annars hefðu þær ekki kært.

Það er mín skoðun að ef fullorðinn maður getur ekki sinnt starfi sínu án þess að "sækja sér styrk" með þessum hætti til barna, þá á hann að finna sér eitthvað annað að gera. Sérstaklega ef hann sér ekkert athugavert við þetta hátterni.


mbl.is Prestur boðar borgarafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

elskum friðinn

Jón Snæbjörnsson, 14.10.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Á hverju á hann að biðjast afsökunar ?? Ég held að það þurfi einhver að biðja hann afsökunar.

Baldur Már Róbertsson, 14.10.2009 kl. 22:05

3 identicon

séra nauðgun

sultuhundur (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 22:11

4 identicon

Þeir biðja bara þykjustu pabba um fyrirgefningu.. BANG algerlega saklausir....
Þannig virkar sölutrikkið í kristni

DoctorE (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 22:35

5 identicon

Það á að biðja séra Gunnar afsökunar. Börnin mín hafa öll fengið fermingarfræðslu hjá séra Gunnari og bera honum öll góða sögu, segja hann hlýjan og góðan mann.

Dómstóll ríkisins hefur sýknað hann en dómstóll götunnar hefur aflífað mannorð hans.

Séra Gunnar á inni afsökunarbeiðni. Hann á ekkert nema gott skilið.

hneiksluð móðir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Baldur og "hneykslaða móðir" sem þorir ekki að skrifa undir nafni, finnst ykkur allt í lagi að prestar káfi á fermingarstelpum ? Hann neitaði því aldrei, dómurunum fannst það bara allt í lagi.

Þóra Guðmundsdóttir, 14.10.2009 kl. 22:47

7 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Maðurinn hegðaði sér óviðeigandi. Auðvitað sérstaklega mtt. þess að hann er prestur. Hinsvegar framkvæmdi hann engin lögbrot og hann hefur engann skaðað með stórkostlegum hætti. Nema kannski kirkjuna. Það er eitthvað skelfilegt við þessa dómhörku fólks og stundum grunar mig að hún nái langt út fyrir prestinn sjálfan. Vandlætingin beinist auðvitað að kirkjunni. En kirkjan virðist velja að líta á þetta sem einkamál Gunnars. Eða er ekki svo? Því ver kirkjan sig ekki?  Það er þegar búið að velta við hverjum steini í þessu máli og samkvæmt úrskurði fjallar þetta ekki um kynferðislegan glæp. Árásin á manninn er hins vegar kynferðislegrar ættar, hysterisk, á maður að segja djöfulleg eins og í þekktu leikriti eftir Arthur Miller.

Guðmundur Pálsson, 14.10.2009 kl. 22:57

8 identicon

Ég verð að taka undir með Guðmundi hér fyrir ofan, ég verð að viðurkenn að ég er ákaflega lítið inn í þessu máli, en maðurinn var sýknaður.

Ég er hræddur um að búið sé að fyrirgera veru Gunnars á hans starfsvettvangi og vona ég að hann taki bara upp celloleik sinn enda er hann einstaklega fær á því sviði.

Ég held að hann hafi sóað tíma sínum með kirkjunni sem setur sig nú ofar dómstólum í máli þessu.

Hvar er kirkjan núna, í málefnum almennings, í lánamálunum og allri svívirðunni? Jú að velta því fyrir sér innandyra hvort sé líf eftir dauðan eða hvort jörðin snúist virkilega í hring. En hvað eru þeir að gera í málefnum þeirra sem þessa dagana eru bornir út úr húsum sínum með börnum sínum?

Ekki neitt, þægir kettir og ríkisstarfsmenn.

Það er afskaplega ljótt hvernig komið er fram við sr. Gunnar að mínu mati þegar maðurinn hefur verið sýknaður fyrir dómi og minnir mig að dómsniðurstaðan hafi verið mjög skýr hvað það varðaði.

sr. Gunnar er þó að ég held allsérstakur maður og held ég að fólki geti hætt til þess að rangtúlka það. En þegar að maður hefur verið sýknaður í máli sem þessu, þá er það mjög mikilvægt að samfélagið lúti þeim úrskurði.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:21

9 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Svo ég segi það nú einu sinni enn, hvað finnst ykkur Guðmundur og Gunnar, um þau ummæli Gunnars að hann hafi verið að sækja sér styrk með því að gerast nærgöngull við stelpurnar ?.

Það er óumdeilt og er tekið fram í dómnum, að hann strauk þær og kyssti ásamt því að hvísla í eyru þeirra. Dómurunum fannst það bara ekki flokkast undir kynferðislega áreitni. Það má vel vera að ég sé dómhörð, mér finnst slík framkoma algjörlega óviðunandi og að það eigi að gera sérstakar kröfur til þeirra sem vinna með börnum og unglingum.

Þóra Guðmundsdóttir, 14.10.2009 kl. 23:46

10 identicon

það er nú ekki meiningin hjá mér að koma illa við einn eða neinn Þóra. En við getum ekki gert þá kröfu að allir þeir sem starfa með börnum og unglingum sverji af sér ásakannir sem þessar, það er í rauninni ekki hægt með góðu.

Það er þó að færast í vöxt á seinni árum að menn séu ásakaðir um svona lagað og sem dæmi þykir þetta víst orðið alveg sjálfsagt í forræðisdeilum.

Ég vona bara að aldrei detti neinum í hug að ásaka mann um eitthvað eins og þetta, hvernig gæti maður öðlast tiltrú samfélagsins aftur í raun og veru. Ég myndi bara líklega ekki komast í gegn um svoleiðis reynslu.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:56

11 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég skil ekki hvað þú átt við með "ásakanir sem þessar".  Það var aldrei deilt um hvað það var sem hann gerði, heldur hvað bjó að baki. Stelpurnar upplifðu það sem áreitni en hann sagðst  hafa gert  það af vinsemd. Um það snýst málið. Mér finnast slík vinahót alls ekki viðeigandi hjá manni í hans stöðu.

Þóra Guðmundsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:10

12 identicon

jú hann var sýknaður af ásökunum um kynferðislegt áreyti.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:12

13 identicon

ef ég man rétt.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:13

14 identicon

jæja, en ég ætla nú ekki að fara frekar út í þetta, en ég held að þarna hafi hópur fólks misst sig í einhverja vitleysu, við verðum að átta okkur á því að ekki er allt fólk eins.

Í dag þurfa feður orðið að vanda sig verulega í samskiptum við sín eigin börn, það er ekki gott og vona ég að annar flötur komist á þessi mál í framtíðinni.

"Hvað bjó að baki?", ég vona að réttarfarið lúti öðrum lögmálum en þeim sem birtast í þessari spurningu. Það er svo margt sem við getum aldrei vitað, en maður verður að hafa trú á fólki þangað til að annað kemur í ljós og er hafið yfir allan vafa.

Annars er lítið eftir held ég.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:29

15 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Var Ólafur Skúlason ekki sýknaður á sínum tíma. Hvað kom svo seinna í ljós ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.10.2009 kl. 00:42

16 identicon

eigum við ekki að bíða þá eftir því að það komi í ljós í tilfelli sr. Gunnars?

Síðan er nú dómsvaldið skilvirkara í dag en það var þá.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:45

17 identicon

Annars held ég líka að þetta með Ólaf hafi verið nokkuð almenn vitneskja, svo segja þessar konur sem lentu í honum.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:47

18 identicon

þar er strax afgerandi munur á þessum málum. Mál Ólafs var nú bara óþverri sem var þaggaður niður og braut samfélagið af sér gegn þeim konum

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:49

19 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það eru til fleirri sögur sem trúlega hafa ekki komið fram í dagsljósið í þessu máli hef ég heyrt.

Í svona málum eru oft margir sem "þegja".

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.10.2009 kl. 00:50

20 identicon

já ég veit ekki Guðrún, ég vil heldur ekki gera lítið úr þessu máli enda þekki ég það ekki í smáatriðum. En ég get þó sagt þér að ég þekkti strákinn hans sr. Gunnars, vorum ágætis vinir og erum eflaust en þótt ég hafi ekki heyrt i honum í svona 10 ár held ég.

Sá strákur er alveg einstakur með það hvað hann er góður og innilegur við stelpur. Maður var kannski með kærustu og hitti hann og hann faðmaði þær allar og kyssti.

En aldrei var neitt sem truflaði mig í því, hann er bara mjög blíður strákur og getur umgengist stelpur á einhvern máta sem okkur körlum væri kannski bara hollt að læra.

Þannig að þess vegna er ég nú að tjá mig um þetta mál eins og ég geri hérna og á mínu eigin bloggi. Ekki er allt fólk eins og ég held að það sé slæm þróun ef að samfélagið ætlar að gera einhverju óeðlilegu í skóna ef að einhver er öðruvísi en næsti maður.

Það þarf ekki að vera slæmt.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 01:06

21 identicon

"Stúlkunum var greinilega misboðið, annars hefðu þær ekki kært."

Stúlkurnar kærðu ekki.  Það var barnaverndarnefnd sem leggur inn kæru byggða á þeirra vitnisburði, vegna þess að þeim var misboðið, sem er svo staðfestur fyrir dómi af honum sjálfum.   Lagabókstafurinn nær ekki yfir svona hegðun og því er hann sýknaður fyrir dómi.  Málið er að kirkjan á að taka á þessu en ekki dómstólar, því samkvæmt siðareglum presta þá er hann sekur. 

Baldvin Árnason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 01:14

22 identicon

tja, síðan hvenær fer kirkjan með löggjafarvaldið, vonandi aldrei aftur er mitt svar.

Lagabókstafurinn nær ekki yfir hluti sem eru löglegir, er einhver ruglingur í gangi með það?

Hvenær er síðan fólki misboðið? Þegar því leyðist mögulega og vantar athygli?

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 01:22

23 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það er með svona mál eins og erfiða skilnaði, dómskerfið ræður ekki við þau. Þó að úrskurðað sé um eðli málins og maðurinn sýknaður sætta hlutaðeigendur ekki við þann úrskurð þe. fjölskyldur stúlknanna og einhverjir sem kóa og ýta og pota í sjálfri sókninni. Þeir breyta bara leikreglunum og segja hann óhæfan af öðrum orsökum og svo er hann rægður og smánaður. Kann að vera að biskup þyrfti að hafa vald til að hrókera í sjálfri kirkjunefndinni til að geta leyst svona mál. Taka einn eða tvo út og setja aðra inn. En það getur hann liklega ekki sk lögum. Þó þekki ég ekki lögin.  Ég hef á tilfinningunni að biskup ætti að freysta þess að standa með Gunnari þrátt fyrir breyskleika hans.

Guðmundur Pálsson, 15.10.2009 kl. 01:28

24 identicon

Ég tek undir það.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 01:35

25 identicon

Sagði aldrei að kirkjan færi með löggjafarvaldið.  Benti bara á það að kirkjan er með siðareglur sem eru strangari heldur en lagabókstafurinn.  Til hvers er kirkjan að hafa siðareglur ef hún fer ekki eftir þeim?

Lagabókstafurinn nær ekki yfir svona hegðun þýðir ekki það sama og "lagabókstafurinn nær ekki yfir hluti sem eru löglegir". Lestu dómin og svo siðareglur presta og þá veistu hvað ég meina.

Og fólki er stundum misboðið þegar sóknarpresturinn, "sálusorgarinn" í sveitarfélaginu, þarf að sækja sér "andlegan" styrk hjá stelpunum í unglingakórnum einhverstaðar á bakvið skáp inni á kontor. 

Baldvin Árnason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 01:55

26 identicon

ég verð að viðurkenna að siðareglur presta vekja ekki áhuga minn, ætla ég því að hlífa sjálfum mér við lesningunni.

ég þakka fyrir mig Þóra og hleypi öðrum að í þessari þörfu umræðu.

bkv

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 02:04

27 identicon

Fyrst svo er þá hefðirðu kannski átt að "hlífa" þér við því að bæði blogga um málið og svo kommenta þínum skoðunum um málið á annarra manna bloggi fyrst það er svona "óáhugavert" að lesa og kynna sér þær "ritningar" sem málið snýst um!!! 

Kannski leiðist þér bara og vantar athygli???

Baldvin Árnason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 02:21

28 identicon

"fyrst svo er" hvað? þetta er ekki svaravert. Siðareglur presta koma mér ekkert við, né koma þær þessu máli við.

Ég bý í landi þar sem aðeins ein lög ríkja og allt annað er bull, landslög maður minn og Stjórnarskrá Íslands, lestu þau.

Málið var dæmt og málinu lokað af dómstólum.

case closed.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 02:37

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gunnar, það er pínlegt að lesa þetta. Ímyndum okkur að þú sért að leita að fólki til þess að vinna með börnum. Ég kem í viðtal og segi: "Ég á það til að káfa á börnum, en ég passa mig á því að brjóta ekki lög þegar ég geri það." Myndir þú telja mig hæfan í starfið?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2009 kl. 03:28

30 identicon

Hjalti, ég myndi ekki ráða þig í vinnu sama hver þú segðist (eða héldir þig) vera, mig vantar ekki grínista.

bkv.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 04:18

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gunnar, þetta var ekkert grín. Ég er að benda á hve fáránleg þessi afstaða þín er. Ég held að flest fólk átti sig á því að fólk sem er að káfa á börnum ætti ekki að vinna með börnum, þó svo að káfið sé dæmt löglegt hjá Hæstarétti. Ýmisleg háttsemi, sem enginn deilir um að sé lögleg, getur verið óásættanleg í sumum störfum. Í starfi þar sem börn eru er "löglegt káf" óásættanlegt. Skilurðu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2009 kl. 04:25

32 identicon

ég sé að þú að þú skáldar upp sakir hér. Segðu mér hver er Hjalti Rúnar Ómarsson?

Hvar starfar þú?

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 04:36

33 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skálda ég upp sakir? Og ég skil ekki hvað starf mitt myndi tengjast umræðunum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2009 kl. 04:45

34 identicon

ég myndi vilja fá hjá þér kennitölu, þú ert ekki í símaskránni félagi?

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 04:48

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, ég er grínisti sem finnst alveg ótrúlega fyndið að nota nafnið Hjalti Rúnar Ómarsson. En þú komst upp um mig með því að leita í símaskránni!

En ég hef enga þörf fyrir það að sanna fyrir þér að ég sé ég.

Viltu ekki bara halda þér við umræðuefnið? Skilurðu það að fólk sem að stundar "löglegt káf" ætti ekki að fá sumar vinnur?

Hvaða sakir var ég að skálda?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2009 kl. 05:06

36 identicon

170983-5649 Hjalti Rúnar Ómarsson Kjarrhólma 4 200 Kópavogur

þetta er komið.

kv. 

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 05:08

37 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jæja Gunnar (mig grunar nú að Gunnar Waage sé skot á hinn frækna ríkiskirkjuprest Geir Waage, en hver þú ert skiptir ekki máli í þessum umræðum), fyrst að þessari rannsókn þinni er lokið ertu þá til í að ræða málin?

Skilurðu að ýmis lögleg háttsemi geti verið óásættanleg í sumum störfum?

Hvaða sakir var ég að skálda?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2009 kl. 05:17

38 identicon

Það vill svo til að ég er meðal annars barnakennari, og nei, ég ræði þetta mál ekki við þig.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 05:21

39 Smámynd: Janus

Ég hef alltaf kunnað vel við séra Gunnar og hef ekkert haft út á hann þegar ég hef þurft á hans þjónustu að halda.

Ég held þetta mál snúist um það að fólkið hér á Selfossi treystir prestinum sínum ekki. Gleymum því ekki að þetta var stúlkur á fermingaraldri sem kærðu séra Gunnar og þessi börn ræða þessi mál sín á milli. Hvernig tilfinningar haldið þið að bærist meðal stúlkna á fermingaraldri sem eiga að fara án foreldra sinna í fræðslu í kirkjuna. Börnin eru bara smeyk.

Kannski þarf séra Gunnar, sem er góður prestur, að starfa við eitthvað annað innan kirkjunnar en fræðslu fermingarbarna. Getur hann þá starfað sem sóknarprestur í stórri sókn eins og á Selfossi?

 Mynduð þið vilja senda dóttir ykkar á fermingaraldri í fræðslu hjá séra Gunnari?

Janus, 15.10.2009 kl. 12:10

40 identicon

Janus,

Ég er alveg sammála því að best sé fyrir alla að sr. Gunnar hverfi af þessum vettvangi, skil ekki almennilega vandræðagang kirkjunnar í þessu máli, með því að draga málið út í hið óendanlega.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 12:16

41 Smámynd: ThoR-E

Menn eru ekki alltaf saklausir, þótt þeir fái ekki dóm.

Menn hafa labbað út úr dómsal erlendis og jafnvel hér þrælsekir, en ekki náðist að sanna á þá neitt.

Fólk þarf bara að spyrja sig, er eðlileg hegðun að strjúka og káfa á smástelpum og hvísla í eyru þeirra ... eða er það óeðlileg hegðun.

Það finnst mér og ætti þessi maður ekki að geta starfað við svona framar.

ThoR-E, 15.10.2009 kl. 13:13

42 Smámynd: ThoR-E

Það átti að standa, hafa labbað út úr dómsal erlendis og hér þrátt fyrir að vera sekir um morð, jafnvel.

Það gerir þá ekki saklausa af verknaðinum.

ThoR-E, 15.10.2009 kl. 13:13

43 identicon

maðurinn hefur bara ekkert verið "að strjúka og káfa á smástelpum" hvaða rugl er þetta?

Þetta kemur skýrt fram á dómsúrskurði, skiptir það menn ekki máli? Dómurinn tekur af allan vafa í því efni og leggur áherslu á þann hluta.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 14:39

44 Smámynd: ThoR-E

Hvaða rugl?

Ja.. til dæmis sagði hann sjálfur að hann hefði faðmað og strokið þeim, til að sækja sér styrk eftir erfiða jarðarför.

Þetta eru hans orð.

Útkoma dómsins og endanlegt dómsorð .. segir ekki alltaf alla söguna.

ThoR-E, 15.10.2009 kl. 15:00

45 identicon

það eru kannski hans orð, viltu þá ekki halda þér við hans orð?

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:28

46 Smámynd: ThoR-E

Ég get líka haldið mig við mína skoðun á málinu.

ThoR-E, 15.10.2009 kl. 15:55

47 identicon

auðvitað Acer, en ég er nú vanur því að þú sért vel málsmetandi maður og þykir mér að fólk sé ekki að halda sér hér við de facto standard í þessu máli.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 17:14

48 Smámynd: ThoR-E

Sömuleiðis Gunnar. Er þér nú oftar sammála en ósammála hérna á blogginu.

http://www.dv.is/frettir/2009/10/15/hun-thorir-ekki-ad-maeta-honum-uti-gotu/
Rakst á þetta á dv.is ,

ég á bara erfitt með að trúa að þessar stúlkur fari að taka það upp hjá sér að kæra manninn, ef ekkert gerðist ... finnst það helst langsótt.

ThoR-E, 15.10.2009 kl. 17:25

49 identicon

nei nei, ég vil heldur ekki koma illa við neinn eins og ég sagði hér fyrir ofan og vona að fólk taki þessu ekki þannig, vil virða alla málsaðila.

Allavega fór eitthvað úrskeiðis þarna og mun maður líklega aldrei vita fyllilega hvað það var. Þess vegna ætla ég ekki að áska neinn, ég er á því að það sé búið að draga það allt of lengi að sr. Gunnar hætti þarna, hvernig svo sem málsatvik voru í raun og veru, þá gengur þetta fyrirkomulag náttúrulega ekkert. Skil eiginlega ekki hvað kirkjunnar menn eru að fara í þessu.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 18:10

50 identicon

Bottom læn er að ef þetta hefði verið kennari, smiður, bílstjóri... eitthvað annað en umboðsmaður geimgaldrakarls ríkisins, þá er ég 99.9% viss um að hann hefði verið dæmdur til betrunarvistar.
Slík er hræsnin þegar meintir vinir hins ógurlega geimgaldrakarls eiga í hlut, sem er ferlega stúpid

DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 21:05

51 identicon

DoctorE láttu ekki svona, menn eru annað hvort sekir eða ekki, það hefur ekkert með starfssvið að gera. Þetta er hroðalegt bull.

Ég hélt líka að það væri meira á bak við hjá þér en þetta, varla ert þú að missa þig í náveru við kirkjuna og andans menn?:)

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 21:52

52 identicon

Það er ekkert bull að prestar eru höndlaðir á allt annan máta en aðrir menn.
Þú getur sjálfur skoðað gögn um þetta... svona er þetta á heimsvísu

DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 23:15

53 identicon

þú átt við að menn fái síður dóma ef þeir eru prestar? Það má vera.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 23:45

54 identicon

Það hefur verið plága á heiminum að prestar eru höndlaðir á annan máta en aðrir ... fólk virðist horfa á presta öðrum augum en aðra...
Hlægilegt, þetta eru menn eins og við... well ekki alveg eins og við... þeir eru náttúrulega ímyndunarveikir, eða þykjast vera það :)

Stúlkan líður sálarkvalir... öllum er sama um það svo lengi sem presturinn fær að ritualast i kringum ímyndaða fjöldamorðingjann í geimnum.. og fær ofurlaun að auki.
http://www.dv.is/frettir/2009/10/15/hun-thorir-ekki-ad-maeta-honum-uti-gotu/

DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 09:06

55 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eigum við ekki að láta Selfyssinga um að ná sáttum í þessu máli? Eitt er þó víst og það er að enginn sem að þessu máli kemur er öfundsverður. Biskupinn hefur legið undir ásökunum og ekki vildi ég vera í sporum hans.

Sr. Gunnar á marga vini og það er vissulega gott. Vonandi leysist málið en það léttir engum þann róður ef utan að komandi fólk er með hávaða. 

Árni Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 21:38

56 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ef prestur getur ekki jarðað án þess að fá áfallahjálp hjá barni, hefur hann ekkert að gera sem prestur. Hver leitar að áfallahjálp hjá barni ??? þetta er nú meira bullið. Gunnar á að draga sig í hlé, hann ræður ekki við þetta starf, það er það eina rétta, fyrr kemst ekki friður á.

Sigurveig Eysteins, 17.10.2009 kl. 21:19

57 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála þér Sigurveig ...... hjartanlega sammála

Katrín Linda Óskarsdóttir, 17.10.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband