Hrein og klár mismunun

Ég veit varla hvar ég á að byrja og svo tekur verkalýðshreyfingin þátt í bullinu.

Við hvað ætla þeir að miða ? launin í dag eða í janúar ?

Skjótt skipast veður í lofti eins og við ættum að vita núna. Sá sem er vel staddur í dag þarf ekkert að vera það eftir fáeinar vikur eða mánuði. Menn geta misst vinnuna eða heilsuna og þá er voðinn vís.

Hvað með þá sem tóku hófleg lán og vildu ekki skuldsetja sig upp í topp ?. Vildu geta átt góðan afgang ýmist til að leggja fyrir nú eða bara til að nota í ferðalög og fleira. 

Núna flokkast þeir til þeirra sem ráða við sitt og fá þar af leiðandi engan "afslátt" en þeir eiga heldur ekki krónu í afgang. 

Nei takk, ekki þessa leið.

Það þarf bara að leiðrétta á línuna. Þeir sem þá verða samt í erfiðleikum eiga þá að fá sértæka meðferð. Sumir verða bara að fara á hausinn, hefðu jafnvel ekki þolað smá samdrátt, en öðrum yrði hjálpað. 

Lykilatriði er þó að henda engum út á götu. Það ætti ekki að vera erfitt með allt þetta lausa húsnæði.


mbl.is Róttækari aðgerðir til handa heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afskriftir kosta peninga. Ef til þeirra kemur þá verða þær fjármagnaðar með skattlagningu á almenning. Slík skattlagning felur í sér tilfærslu frá þeim sem skulda lítið eða ekkert til þeirra sem skulda meira. Það er nákvæmlega ekkert sem er sanngjarnt við það. Þannig hlýtur það að vera því ef allir ættu að hagnast jafn mikið á þessu þá gætum við alveg sleppt því, því allir verða hvort eð er skattlagðir til þess að borga!

Afskriftir kosta peninga. Ríkissjóður rambar á barmi gjaldþrots. Það gefur augaleið að miðað við núverandi ástand verður að hanna allar hjálparaðgerðir þannig að þær kosti ríkið sem minnst fé. Ef ríkissjóður verður gjaldþrota þá fáum við bara annað hrun í smettið. Það hjálpar okkur ekkert.

Það sem alltaf gerist í kreppum er það að einhverjir einstaklingar og fyrirtæki verða gjaldþrota. Við venjulegar aðstæður eiga bankar einhverja varasjóði og nota þá á móti þegar afskrifa þarf lán sem ónýtast við gjaldþrot. Núna er óvenju djúp kreppa og nota þarf þá sjóði sem til eru í bönkum til þess að gera einmitt þetta. Ef ríkið ákveður með lögum að setja á flata niðurfellingu og afskrifa þar með meira, m.a. hjá mörgum aðilum sem vel geta staðið í skilum, þá þarf meira fé á móti til þess að áætlanir standist. Bankarnir gætu farið aftur í þrot ef þetta gerist og til þess að tryggja að það gerðist ekki þyrfti ríkið að leggja þeim til meira fé. Eins og ástandið er nú hefur ríkið bara einfaldlega ekki efni á því. Sorrý.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það er verið að afskrifa vinstri hægri, 3 milljarðar á Moggann svo dæmi sé tekið. Það er líka verið að afskrifa lán á Íslendinga erlendis. Til dæmis hafa Japanir afskrifað helling.

Hvað kostar að gera þetta ekki ? Viljum við missa kraftmesta fólkið sem er á besta aldri úr landi? nei við höfum ekki efni á því. Það er mikil einföldun að halda að það sé endalaust hægt að leggja meiri og meiri byrgðar á fólk. Á endanum hættir það að vilja borga jafnvel þó það "geti" það.

Þessi ríkisstjórn virðist ekki vera að huga að því að auka tekjur þjóðarbúsins ónei, það eina sem þeim dettur í hug er að skattleggja almenning í drep.

Þóra Guðmundsdóttir, 14.9.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband