Hefði ekki verið einfaldara að hækka bara tekjuskattinn?
Föstudagur, 29. maí 2009
Þessar hækkanir á áfengi, tóbak og eldsneyti er auðvitað bara skattahækkun. Hún leggst á alla bæði í því formi að þessar vörur hækka en ekki síður að þetta mun hafa áhrif á ótætis vísitöluna og þar með á öll lán. Sem áfram mun hækka aðrar vörur. Eldsneytishækkunin ein og sér mun líka leiða til hækkaðs vöruverðs og aukins flutningskostnaðar.
Í kjölfarið þarf að hækka persónuafslátt og lífeyrisgreiðslur öryrkja og ellilífeyrisþega. Það þarf líka að hækka vaxtabætur.
Allt þetta umstang virkar eins og spírall öllum til óþurftar.
Mun einfaldara hefði verið að hækka tekjuskattinn. Það hefði verið hrein og bein aðferð sem hefði eingöngu komið niður á þeim sem eru í vinnu.
Ég sem hafði vonað að tími svona "lausna" væri liðinn
Allt tekið með í reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru þessar gömlu lausnir sem voru líka notaðar í góðæri en skiluðu engu. Skattahækkun er hreinleg aðgerð, en vertu viss, þeir sem mest hafa úr að moða munu kveina hæst.
Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 15:08
Hvað er að gerast??
Á virkilega að fara að vinna að viti?
Maður er svo grænn...hélt virkilega að þegar ákvarðanir væru teknar hugsaði fólk pínu í út í afleiðingar þeirra. En við getum treyst okkar þingmönnum til að ana út í vitleysuna jöfnum höndum.
Eitt vekur mann til umhugsunar...eftir að hafa horft á þingið undanfarna daga.
Hefur nokkurn tíma verið jafn lélegt lið á þingi og núna?...ekki úr háum söðli að detta tel ég...
itg (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 15:56
itg: Málfunadaæfingar
Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.