Til hamingju Ísland
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Augljósasti sigurvegari kosninganna er samfylking Jóhönnu. Til hamingju með það Samfylkingarfólk.
Til hamingju Vinstri Græn, þið bættuð við ykkur 5 mönnum þrátt fyrir einstaklega klúðursleg ummæli Kolbrúnar Halldórsdóttur á síðustu metrunum.
Til hamingju Framsókn með að koma nýja formanninum ykkar á þing, ég tel hann eiga fullt erindi þangað.
Til hamingju Sjálfstæðismenn að hafa fengið skýr skilaboð frá kjósendum, stór hluti þeirra getur greinilega hugsað sjálfstætt.
Til hamingju Frjálslyndir með að uppskera eins og þið sáðuð, kannski kveikið þið á perunni.
Síðast en ekki síst, til hamingju allir Íslendingar með að Borgarahreyfingin náði inn. Þó svo mér finnist eitt og annað um þingmennina þeirra þá er þessi niðurstaða samt ánægjuleg því hún sýnir að lýðræðið virkar. Það er hægt að stofna nýtt framboð án þess að hafa aðgang að digrum sjóðum.
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.