Í Jesú nafni.

Ætli sr. Karl viti af því að í Frjálslyndaflokknum eru Ásatrúarmenn fjölmargir. Það er líka yfirlýst stefna flokksins að aðskilja Ríki og Kirkju. Ætli það fari saman við skoðanir sérans?

Annars veitir flokknum ekki af að fá sálusorgara í sínar raðir. Næg eru verkefnin. Sálfræðingur yrði líka vel þeginn. Hver veit nema hann bætist í hópinn. Nú eru prófkjör um helgina svo það er aldrei að vita nema fleiri fallkandidatar þurfi að finna sér nýjan vettvang.


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra. Það er rétt hjá þér að það er yfirlýst stefna Frjálslynda flokksins að aðskilja ríki og kirkju. Ég er ekki viss um að það sé gegn skoðun allra presta og að þeir kjósi endilega að vera ríkisstarfsmenn. Sr. Karl var mér sálusorgari á laugardagskvöldið þegar hann fór á kostum á slúttinu í Stykkishólmi. Virðist bara skemmtilegur maður. Varðandi sálfræðinginn sem þú talar um er miklu minni þörf á honum nú en áður og fyrr, en eins og áður eru allir velkomnir hvaða starf sem þeir stunda. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Í ljósu nýjustu frétta er þessi flokkur verðugt rannsóknarefni fyrir heila sálfræðideild að minnsta kosti.

Þóra Guðmundsdóttir, 24.3.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Nú hvað skyldu vera nýjustu fréttir sem vekja þessar hugsanir hjá þér. Sammála því að flokksmenn eru auðvitað verðugt rannsóknarefni, hvað er það ekki? Reyndar finnst mér undarlegast hvað menn hafa haft mikinn áhuga á því að tjá sig um flokk sem þeir þrifust ekki í og það ætti kannski að rannsaka þær hvatir í leiðinni. En eins og áður segir allir velkomnir í hópinn. Um það snúast stjórnmál að allir fái að tjá sig og deili skoðunum. kveðja til þín

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Látum vera að þið hafið látið fólk eins og mig  renna ykkur úr greipum. En að ykkur hafi ekki tekist að halda í kjarnakonununa hana Ásgerði er auðvitað bara skandall .

Þóra Guðmundsdóttir, 26.3.2009 kl. 10:03

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þóra þó. Ég sem er nú enn að daðra við þig eins og sjá má.

En hvorki ég eða sr. Karl gerum kraftaverk . kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband