Ég er á móti.
Föstudagur, 6. mars 2009
Nú er til umfjöllunar í þinginu að fella, tímabundið, niður virðisaukaskatt af vinnu sem er unnin á byggingastað og jafnvel úti í bæ. Víðtæk samstaða virðist vera um málið.
Það er helst smá ágreiningur um hversu langt eigi að ganga. Þetta á líka að ná til arkitekta, tækni- og verkfræðinga. Svo eru auðvitað mörg önnur tengd störf unnin úti í bæ. Hvað með þau?
Hvað með aðra atvinnustarfsemi eins og þjónustu svo ekki sé talað um rukkarana (lögfræðinga) ? Áfram munu þeir innheimta fullan vsk. og það af þeim sem síst skyldi.
Mér hefði fundist skynsamlegra að lækka virðisaukaskattinn á línuna. Það er erfitt að réttlæta svona mismunun.
Ætla að skapa 4000 ársverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr.
Af hverju á allt í einu að hygla einum iðnaði en ekki öðrum? Ef fyrirtæki við Hverfisgötu 12, með segjum 4 starfsmenn, smíðar glugga geta þeir gert það vsk-laust en fyrirtækið við hliðina (Hverfisgötu 14) selur pappír, og er með 6 starfsmenn í vinnu, fær ekki að fella niður vsk. til að geta boðið vöruna sína á betra verði og þ.a.l. selt meira og fengið inn meiri pening.
Er ekki mikilvægara að "bjarga" fyrirtækinu með 6 starfsmenn en hinu með 4 starfsmennina?
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:27
Ástæðan er væntanlega sú að byggingariðnaðurinn hefur orðið fyrir einna mestum skaða. Hefur landbúnaðurinn ekki fengið stuðning ríkisins þegar þar gengur illa?
Afhverju ekki að lækka virðisaukaskatt á línuna spyrjið þið?
Afhverju ekki að ganga lengra og fella niður alla skatta?
Ríkið þarf að innheimta skatta til að reka heilbrigðiskerfi og fleira, gleymduð þið því?
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 09:17
Gunnar - byggingariðnaðurinn er líka búinn að okra á fólki allt of lengi. Allir sem neyddust til að láta gera við eitthvað hjá sér undanfarin ca. 3 ár lentu illa í því - himinhá tilboð, iðnaðarmenn sem mættu ekki einu sinni en rukkuðu samt, og svo framvegis.
T.d. mega Verkvík og Betri bær fara átján sinnum á hausinn fyrir mér, ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:54
Gunnar Geir, þú segir að byggingariðnaðurinn hafi orðið fyrir mestum skaða. Það var löngu vitað að sá iðnaður myndi sigla í strand, óháð bankahruni. Þessi gauragangur og brjálæði sem ríkti á þeim markaði hlaut að taka enda þó ekki væri nema vegna þess að það er búið að byggja langt inní framtíðina. Hversu langt fer eftir því hvað margir flýja land.
Það klúður verður skrifað á sveitafélögin sem útbjuggu lóðir á fullu og án nokkurs samráðs sín á milli hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er líka hægt að skrifa það á bankana sem beinlínis dældu út peningum í verktaka og síðast en ekki síst er hægt að skrifa það á verktakana sjálfa sem fóru algjörlega fram úr sér. Hraðinn var svo mikill að aldrei hefur eins hátt hlutfall af nýbyggingum verið gallað.
Þrátt fyrir hvað launakostnaður í byggingariðnaðinum hafi lækkað og vöruverð líka vegna sterkrar stöðu krónunnar, þá lækkaði ekki verð á tilbúnum íbúðum. Þvert á móti fór verðið upp úr öllu valdi sem þýðir auðvitað bara það að þeir mokgræddu.
Verst að meirihlutinn af þessu húsnæði er ekki bara illa byggt heldur er það forljótt.
Þóra Guðmundsdóttir, 7.3.2009 kl. 16:37
Ég er ekki að mæla styrjum til landbúnaðarins bót, alls ekki. Mér finnst að allir eigi að sitja við sama borð en eins og sakir standa ætti að skoða það alvarlega hvernig best væri að liðka til fyrir viðskiptum. Því umfram allt verða þau að halda áfram. Ef enginn hefur lengur efni á neinu þá er auðvitað sjálfhætt.
Þóra Guðmundsdóttir, 7.3.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.