Ó Geir ó Geir.

Þessi ummæli Geirs segja betur en þúsund orð um hvað hann er veruleikafirrtur.

Ísland er komið á hausinn undir hans stjórn, einfalt. Eftir hrunið fékk hann og hans ríkisstjórn tíma til að sannfæra okkur um að þau  hefðu tök á aðstæðum. Ekkert benti til þess að svo væri. Þvert á móti virtist allt fara úrskeiðis sem á annað borð gat farið úrskeiðis. Hvað eftir annað kom Geir fram fyrir fréttamenn og sagði að "á morgun" yrðu gjaldeyrismálin komin í lag. Síðar talaði hann um "eftir helgi".

Þau hafa líka sagt hvað eftir annað, að þau þyrftu að vera duglegri við að upplýsingum um eigið ágæti á framfæri, sagst vera að gera svo miklu meira en fólk héldi. Þau hafa ekki einu sinni gert það.

Fyrir síðustu kosningar lagði Sjálfstæðisflokkurinn ofuráherslu á getu sína og hæfni í fjármálum. Áralangur áróður þeirra hafði gert það að verkum að ég og fleiri var farin að trúa því að engum væri betur treystandi fyrir peningamálunum. 

Markmið Seðlabankans hafa EKKI gengið eftir. Þegar maður les það sem skrifað er um tilgang og markmið þeirrar stofnunnar og ber það svo saman við raunveruleikann þá er það alveg klárt að sú stofnun hefur ekki staðið sig. Það er ævintýralegur munur á markmiðum og útkomu.

Nei takk, ekki fleiri ár í bili allavega með Sjálfstæðisflokkinn í stjórn. Það er heldur ekki hollt neinum flokki hversu góður sem hann annars kann að vera, að vera svona lengi í stjórn samfellt.

 


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Úr 90 milljörðum í skuldir (ég man þegar ég var í menntó og SUS voru með ljósaskilti að auglýsa skuldir pr. mannsbarn eftir fyrri ríkisstjórnir) og í 2.100 milljarða til 2.200 milljarða, við erum ekki viss alveg hversu mikið það eru.

Athugið að hin opinberu skekkjumörk eru MINNI en heildarskuldirnar eftir ríkisstjórnina þar sem t.d. Ólafur Ragnar var fjármálaráðherra.

Ef þessir gaurar eru í typpakeppni þá er augljóst hver vann.

Mitt blogg um þetta. 

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.1.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband