Þau ætla bara ekki að ná þessu.

Þetta er ekki nóg. Ríkisstjórnin verður að víkja nú þegar, einfalt.

Skipa þarf utanþingsstjórn einhvers konar starfstjórn sem væri þá við völd fram að kosningum.

Skipta þarf út í Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu, núna.


mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt að skipta bara um allt í einum grænum. Það þarf að gefa fólki og flokkum tækifæri til að undirbúa framboð og kosningar.  Eða viltu kannski fá Hörð Torfa og grímumótmælendur í ríkisstjórn?  Ef það er skipt um stjórn á svona tímum þá missum við endanlega það litla sem eftir er af áliti og trausti annarra þjóða.

H (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:15

2 identicon

Og þú heldur enn að grasið sé grænna hinumegin?

Ella (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:16

3 identicon

Heyrðu þú tekur þá bara við...ert greinilega með þetta allt á hreinu. Gangi þer vel vina.

Hjörtur (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: corvus corax

Það er allt "gras grænna" en ÞKG og sjálfstæðismenn yfirleitt. Og það er víst hægt að skipta bara um í einum grænum, setja á starfsstjórn, þjóðstjórn eða minnihlutastjórn sem varin er af óvirkum hluta þingmanna og hafa kosningar í maí. Það er ekkert sem segir að spillingarflokkurinn þurfi að vera áfram við völd, reyndar er allt sem segir að það þurfi að losna við hann úr ríkisstjórninni.

corvus corax, 23.1.2009 kl. 16:22

5 identicon

Stjórnmál eru list hins mögulega. Spurningin snýst um það hvað skuli gert. Ákvarðanir þurfa að styðjast við lýðræðislegt umboð. Það hefur ekket komið fram um það hvað mótmælendur vilja annað en að stjórnin fari. Það er engin samstaða um aðra stjórn. Þegar talað er um að Samf og VG myndi stjórn saman (með hlutleysi Framsóknar og hugsanlega án þess eftir kosningar) verður að taka með í reikninginn að þessir flokkar eru ekki sammála um neitt nema vera á móti Davíð. Það er ekki nóg að setja einhverja í ráðherrastóla eftir stendur að einhver meirihluti komi sér saman um það sem þarf að gera og  komi því í framkvæmd.

Skúli (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:24

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Okkur vantar ekki fólk til að taka við það er alveg á hreinu.

Sú staðreynd að enginn hefur sagt af sér, ekki einn, er akkúrat það sem hefur vakið athygli úti í heimi. Við þurfum einmitt að fá nýtt fólk til þess að eiga séns á að endurvekja traust og trúverðugleika, bæði innanlands og utan.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.1.2009 kl. 16:40

7 Smámynd: SM

Sammála Þóra, þetta gengur ekki lengur, komin ýldu fýla.

SM, 23.1.2009 kl. 16:54

8 identicon

Það væri náttúrulega réttast að taka gambítinn á þetta lið og láta þau stýra skútunni fram á vorið.  Sjálfstæðisflokkurinn myndi bara græða á því.

Grétar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:57

9 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Eigum við ekki bara að láta þolinmæðina ráða,og bíða til vors,er tíminn ekki alltof naumur til að skipta um stjórn,ef kosið verður 9.mai.

Hjörtur Herbertsson, 23.1.2009 kl. 18:12

10 identicon

Neyðarstjórn strax. 

kolbrún (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:55

11 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þessi stjórn er búin að vera. Þingmenn Samfylkingar hafa hver á fætur öðrum lýst því yfir og flestir Sjálfstæðisþingmennirnir. Það er eiginlega bara mágkona Geirs sem segist treysta öllu fullkomlega, frekar pínlegt.

Þóra Guðmundsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband