Eintómt svekkelsi.
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Geir er trúr sínum gamla formanni og heldur áfram að verja hann. Samt örlar á smá svekkelsi hjá honum yfir því að Davíð hafi ekki sagt honum hvað væri til ráða.
Eðlilegt að Geir sé svekktur, hvernig hefði hann svo sem átt að vita hvað til bragðs átti að taka. Davíð mátti vita það og þess vegna hefði hann átt að tala skýrar
Annars var þessi ræða Davíðs alveg úr takti við yfirskrift fundarins. Hann rakti bara raunir sínar og reyndi að fría sig og Seðlabankann allri ábyrgð. Hann kvartaði sárt undan skilningsleysi ríkistjórnarinnar. Sagðist hafa sagt skýrt og skorinort að ekki væri allt með felldu.
Þá hafi ríkisstjórnin fundað með bankamönnum sem fullvissuðu hana um að víst væri allt í lagi.
Þetta staðfestir Geir. Hann hefur greinilega kosið að trúa bankamönnunum frekar. Eðlilegt að Davíð sé svekktur út af því.
Ábyrgðin liggur hjá bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.