Guðni segir af sér þingmennsku.
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Nýjustu fréttir koma óneytanlega á óvart en svona er það nú samt. Ég veit ekki hvaða ástæður hann gefur upp en líklega nýtur hann ekki lengur trausts sinna flokksmanna.
Ég hefði frekar kosið að formenn stjórnarflokkanna tækju pokann sinn.
Það er kannski einkennandi fyrir hið skrítna ástand hér á landi að þeir tveir sem hafa sagt af sér þingmennsku skuli hvorugur tilheyra stjórnarliðinu.
Annar, Bjarni Harðar, er sárasaklaus af því klúðri sem við erum nú stödd í en það sama verður ekki sagt um Guðna kallinn.
Svo er bara spurningin: Hvort er þetta upphafið að endalokum Framsóknarflokksins eða upphaf nýrrar og betri Framsóknar? Eitt er víst að vegur kvenna í Framsóknarflokknum fer hratt vaxandi.
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var einmitt að rausa um þetta hérna, þetta eru stórtíðindi !
Sævar Einarsson, 17.11.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.