Sjónarmið sem Íslenskir lánadrottnar ættu að taka sér til fyrirmyndar.
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Ummæli Percy Westlund sendiherra Evrópusambandsins vöktu athygli mína: "Þetta er eins og í sérhverju sambandi lánardrottins og skuldunautar. Lánardrottnar vilja fá endurgreitt og setja þess vegna sanngjarna skilmála. Það er allra hagur að íslenskt efnahagslíf nái sér sem fyrst á strik."
Ef þetta er raunin en ekki bara innantómt orðagjálfur þá er það fínt. Þetta er hin skynsamlega afstaða sem ætti ávallt að hafa að leiðarljósi, hvort heldur sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða þjóðir.
Ég þekki það sjálf af biturri reynslu að þannig hafa Íslenskir lánadrottnar EKKI hagað sér gagnvart skuldurum sínum. Þeir hafa oftast þrautpínt þá til hins ýtrasta. Oft virðist það vera háð geðþóttaákvörðunum hvernig og hvort samið sé við skuldara. Innheimtulögfræðingar hafa beinlínis haft óheft veiðileyfi á skuldarana. Mýmörg dæmi eru um að þóknun til þeirra nemi hærri upphæð en skuldinni.
Hér á landi leyfilegt að taka allt að 75% af brúttó launum upp í opinber gjöld. Sem þýðir þá, fyrir venjulega launamenn, að ekkert er eftir til þess að lifa af. Þetta fyrirkomulag hefur svo leitt til þess að margir flýja land eða fara að vinna svart. Hversu skynsamlegt er það? Í flestum öðrum löndum er þess gætt að skuldarinn hafi peninga til lágmarksframfærslu.
Það er ekki fyrr en núna þegar allt stefnir í að fjöldinn lendi í vandræðum að farið er að huga að þessum málum.
Annars er gott að einhver er ánægður. Ég ætla að bíða með að lýsa ánægju minni þangað til ég veit meira.
Ánægður með samninginn við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér vitanlega skulda íslenskir skattgreiðendur hér ekki neitt. Það voru ekki íslenskir skattgreiðendur sem ráku bankana og ekki íslenskir skattgreiðendur sem fengu há laun fyrir að reka bankana. Hinsvegar voru það íslenskir skattgreiðendur og launþegar sem lögðu sparifé sitt að veði sem hlutafé í þessum bönkum sem er núna á hausnum í miðju Evrópusambandinu - eða kanski maður ætti heldur að kalla þetta fyrir hið Nýja Kommúnistasamband Evrópu (NKE)
En núna hafa íslenskir skattgreiðendur og launþegar tapað öllu því fé sem þeir lögðu í þennan rekstur. Þökk sé óhæfum stjórnendum bankanna, forsætisráðherra og fjármálaráðherra Bretlands, seðlabanka Bretlands og seðlabanka Kommúnistabandalags Evrópu.
Hvað hafa íslenskir skattgreiðendur, börn og gamalmenni gert til að verðskulda þessa meðferð frá hendi Kommúnistasambandi Evrópu? Það er mér óskiljanlegt.
Fyrirtæki eiga að fá að fara á hausinn ef þau ganga ekki upp. Það á ekki að þurrka tapinu yfir á saklausa íslenska skattgreiðendur, börn og gamalmenni
Kveðjur
Úr Kommúnistasambandi Evrópu
Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.