Illt er að vera Íslendingur þessa dagana.

Allavega á meðan allt er ekki komið uppá borðið.

Munu eignir bankanna fara langt með að borga skuldirnar eða ekki? Nánasta framtíð okkar veltur á því.

Versta tilfinningin sem ég upplifi þessa dagana er sú að ég treysti ekki stjórnvöldum til að vinna að lausn vandans.

Ég treysti ekki þeim sem voru á vaktinni og hefðu átt að sjá alla boðana en ýmist gerðu það ekki eða brugðust ekki við í tíma.

Ég er nefnilega viss um að hægt sé að finna viðunandi lausnir og leið úr vandanum ef rétt er að því staðið. 

Þess vegna vil ég sjá nýtt fólk, Burt með spillingarliðið. 


mbl.is Fagna árangri í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband