Batnandi fréttamönnum er.....

Þetta er þó framför í fréttaflutningi.

Fyrir viku síðan var samskonar háttalag aðalfréttin. Það sem mér finnst skuggalegast í þessu öllu saman er að virðing unga fólksins, og sérstaklega unglinga, fyrir yfirvöldum fer þverrandi. Eðlilega.

Þegar öll þjóðin hefur orðið vitni að meiriháttar afglöpum yfirvalda án þess að nokkur einasti maður sjái ástæðu til að axla ábyrgð og víkja, þá er ekki nema von að unglingar "gefi skít í kerfið".  

Ekki er nóg með að þjóðin verði vitni, heldur þarf hún að borga brúsann. Þegar svo blessuð börnin horfa og hlusta á fullorðna fólkið beinlínis trompast yfir ábyrgðaleysinu og klúðrinu þá er ekki von á góðu. 

 


mbl.is Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það á náttúrlega bara að vera séstök flengingasveit til að rassskella þessa orma, sem halda sennilega að einhverlögleysa ríki í landinu. Ég er annars montinn af lögreglunni, en hún ætti náttúrlega að sýna krökkunum að þeir komist ekki upp með svona vitleysu, þótt sakleysislegt sé.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þessir krakkar eru skiljanlega reiðir, þegar við verðum dauð verða þau áfram að borga þessar skuldir ef ekkert í gert.

Hver unglingur á Íslandi í dag sér fram á framtíð þar sem hann er að borga skuldir þessara svína framundir 90 ára aldur.

Það væri ógnvænlegt ef ungmenni á Íslandi væru EKKI reið. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 15.11.2008 kl. 17:18

3 identicon

Þessir krakkar ormar ættu bara að flengja þau og lögreglan á bara að sýna þessum krökkum mikla hörku og ef foreldrar og foráðamenn geti ekki haft stjórn eða hemil á þau bara að handtaka þau og taka þessa unglinga af þeim.Allt og mikið agaleysi í þjóðfélaginu.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reiði er mjög eðlilegt og heilbrigt ástand undir vissum kringumstæðum, sem ég leyfi mér að fullyrða geti átt við hér og nú. Fái reiði ekki útrás getur það hinsvegar leitt af sér ýmisskonar óheilbrigði. Gætum þess að missa ekki sjónar á "eðlilegum" viðmiðum þó hér ríki óeðlilegt ástand!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2008 kl. 17:47

5 identicon

Bofs ég var að meina að ganga milliveigin enn ekki endilega a berja unglingana heldur að handtaka þau og fjarlægja þau ef þau eru með dólgslæti og henda grjót á alþingishúsið.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:57

6 identicon

Þessir krakkar horfa aldrei á fréttir, þau vita ekkert hvað raunverulega gengur á í landinu en þetta er bara fútt hjá þeim. Athyglissýki og hleypa einhverju fjöri í lífið. Þau gætu ekki nefnt nafn eins ráðherra eða seðlabankastjóra (jæja kanski Davíð), vita ekki af hverjum styttan er á Austurvelli - þau hafa aldri þurft að þola neitt af hálfu lögreglunnar eins og einhver heldur fram hér að framan. Þau létu taka myndir af sér til að setja á facebook og bara glöð með þetta.

soffia (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 19:19

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Soffía, eru þetta börnin þín? Það myndi útskýra hegðan þeirra því móðir þeirra er augljóslega hleypidómafullt fífl.

Hvernig í FJANDANUM veist þú þá hvort þessir krakkar horfi á fréttir? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 15.11.2008 kl. 19:50

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Soffía, eflaust á þetta við einhverja krakka en alls ekki alla. Ég er alveg klár á því að flestir þeirra eru mun betur upplýstir en krakkar hér áður fyrr. Það er allt útlit fyrir að þessir krakkar þurfi að borga fyrir allt sukkið og svínaríið svo það er ekki nema von að þeir séu reiðir.

Þóra Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 21:05

9 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta var hárrétt afstaða hjá lögreglunni.  Maður á að velja sínar orrustur.  Það er ekkert gaman að henda jógúrt í Alþingishúsið ef enginn gerir neitt í því og fjölmiðlarnir hlægja að manni.

Það að þúsundir safnist saman á Austurvelli í friðsamlegum mótmælum er frábært og sendir skýr skilaboð.  Krakkarnir læra þannig vonandi hvaða leiðir virka og hvaða leiðir virka ekki.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 15.11.2008 kl. 22:54

10 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Var það ekki barn sem sagði " en keisarinn er ekki í neinum fötum " ?

Bragð er að þá barnið finnur.....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:52

11 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þóra Guðmundsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband