BURT MEÐ LÝÐINN!!!

Krafa dagsins er: Burt með spillingarlýðinn.

Nú var sem, betur fer, bein sjónvarpsútsending frá mótmælafundinum á Austurvelli. Að vísu bara á Stöð 2. Ríkisútvarpið hefur ekki séð ástæðu til þess, heldur lét útvarpið duga.

Hörður Torfason hefði átt að boða til blaðamannafundar. Það hefði kannski vakið Ríkisfjölmiðilinn.

Ég hef velt því fyrir mér hvað þarf til til þess að ráðamenn þjóðarinnar taki við sér og átti sig á því að það er engin eftirspurn eftir þeim lengur.

Ég legg til að þegar uppsagnirnar taka gildi og þúsundir verða í raun atvinnulausar,  þá geri fólk sér það beinlínis að atvinnu að safnast saman daglega. 

 


mbl.is Þúsundir mótmæla á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Og hverja þykist þú vilja fá í staðinn...og hvers vegna?

Púkinn, 15.11.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Gunnar

Allt er betra en vanhæfnin sem nú ræður ríkjum

Gunnar, 15.11.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Púki, þú ættir kannski að opna augun. Það vita allir sem vilja vita, að hér hafa fjölskyldu- flokks- og vinatengsl haft meira að segja en hæfileikar í ALLAR ráðningar. Hvert sem litið er er spilling og klíkuskapur. Því þarf að linna. 

Þóra Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 16:58

4 identicon

Þetta er alveg rétt hjá Þóru. Það er spilling sem hefur viðgengist allt og lengi.

K.v.

Jón Þ

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband