Flest bendir til þess að eignir dugi fyrir kröfum.
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Segir Björgvin G. Jafnvel mun verða afgangur. Samt hafa gífurleg verðmæti tapast. Ef þetta reynist rétt, þurftu bankarnir þá að fara á hausinn?
Núna fyrst er fólk að segja okkur þetta. Við sem erum búin að engjast af kvíða yfir því að þurfa að þola aukabyrgðar um ókomin ár vegna þessara reikninga. Eins og við þurfum ekki að þola nóg samt.
Það var líka að heyra á Ingibjörgu í hádegisfréttum að hennar helsta heimild um stöðu mála væri Kastljósþáttur í gær. Ég spyr, hafa ráðherrar ríkistjórnarinnar ekki haft fyrir því að ræða málið við Björgólf og félaga? Þarf Ingibjörg að horfa á sjónvarpið eins og við til þess að fá fréttir.
Ástandið verður stöðugt skrítnara.
Ríkistjórnin og stjórn Seðlabankans þurfa að víkja núna strax svo alvöru fólk komist að .
Icesave skuldin 640 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
meiri ansk lætin í ykkur F fólki, vertu bara sallaróleg - og gefðu þessu fólki vinnufrið
Jón Snæbjörnsson, 14.11.2008 kl. 13:20
Hvað þýðir..flest bendir til...Hvers vegna er ekki bara hægt að kanna stöðuna og reikna út hversu miklar eignir eru þarna og hvers virði þær eru. Um hvað er öll þessi óvissa endalaust..getur ekki einhver sérfræðingur bara kannað málið og sagt okkur hreint út hver staðan er?? Er eitthvað hægt að semja fyrr en við vitum hver staðan er nákvæmlega??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 13:35
Hvaða fólk er það sem þú kallar "alvöru fólk"? Þurfum nauðsynlega að vita það. Strax, svo við getum farið að koma því í fremstu víglínu. Hélt að við ættum það ekki til.
Viðar Friðgeirsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:35
Reyndu nú að slaka á Jón, það hefur kannski farið fram hjá þér, ekki okkur hinum, að Ríkisstjórnin er ekki fær um að koma okkur út úr þessum vanda. Hún átti meira að segja mikinn þátt í að koma okkur í hann.
Ég er sammála þér Katrín, þetta orðalag eins og þú nefnir er ótrúlegt. Svo heyrði ég Birgi Ármannsson segja á þingi í morgun að hann gæti svo sem kannski fallist á að upplýsingagjöf til almenninings mætti hugsanlega vera örlítið betri. Þetta eru ekki einu dæmin. Flest bendir til að þau viti mest lítið hvernig eigi að fara að því að leysa málið.
Það er engu
Þóra Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 14:05
Viðar, mér sýnist mörg þessara mála vera tæknilegs eðlis en ekki pólitísk. Þess vegna hefði ég viljað fá kalla eins og Ársæl Valfels eða Ólaf Ísleifs til að, í það minnsta fá að koma að úrvinnslunni.
Ég bind líka vonir við það að í næstu kosningum sem vonandi verða áður en langt um líður, fáum við að sjá fleira hæft fólk. Fólk sem hingað til hefur ekki haft geð í sér til að taka þátt í pólitík en ákveður núna að láta sig hafa það því skyldan kallar.
Þóra Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 14:09
'Ég seigi það enn og aftur við höfum ekki efni á pólitík í dag.Utanþingsstjórn og fagfólk við stjórn.
Rannveig H, 14.11.2008 kl. 18:50
Þetta er ótrúlegt að manni sé ekki sagður sannleikurinn strax og logið aftur og aftur upp í opið geðið á manni. Ég trúi engu sem maður segir sem er búin að ljúga margoft eins og ríkistjórnin öll.
Rannveig ég er sammála þér með að við höfum ekki efni á að hafa þessa pólitíkusa núna í valdastöðum..
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 14.11.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.