"Hvers konar vitleysa er þetta?"

Sagði Halldór Blöndal með fyrirlitningu, "ætlið þið að meina mér að ganga inn í Alþingishúsið?"

Rétt hjá Dóra, þetta er algjör vitleysa. Vitleysan er hins vegar hjá Ríkisstjórninni og þá fyrst og fremst hans eigin flokksfélögum en ekki hjá almenningi sem er búinn að fá nóg. 


mbl.is Staðan er grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Hrokinn drýpur af þessum jakkafatakörlum ,,,,

Rannveig H, 13.11.2008 kl. 09:43

2 identicon

Ég held að Halldór og fleiri ráðamenn geri sér enga grein fyrir hversu heppnir þeir eru. Ef að þetta hefði gerst  í Suður-Evrópu þá væri borgin sennilega í ljósum logum, bókstaflega. Ekki að það leysi neinn vanda, en mér finnst að Íslendingar mættu sýna kröftuglegra að þeir vilji, að bæði ríkisstjórnin og seðlabankastjórnin víki. Þó án ofbeldis og eyðileggingar, nota bene.

Árný Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það er ekki við því að búast að þessir fuglar geri sér grein fyrir einu eða neinu.  Það er einmitt þess vegna sem við erum í þessum djúpa ....

Við þurfum að setja kraft í mótmælin. Ég veit ekki hvert við getum leitað að fyrirmyndar mótmælum sem hafa leitt til árangurs. Engin önnur þjóð í hinum vestræna heimi hefur þurft að berjast við óhæfa siðspillta stjórnmálamenn sem neita að fara.

Þóra Guðmundsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband