Ríkistryggð laun og eftirlaun.
Mánudagur, 6. október 2008
Það er auðvelt fyrir mann í hans stöðu að brosa og bjóða góða nótt.
Ætli hann hafi átt erfitt með að borga reikningana sína um þessi mánaðarmót? Ætli almennar hækkanir og verðbólga haldi fyrir honum vöku? Ætli hann þurfi eitthvað að breyta sínum lifnaðarháttum?
Miðað við umburðarlyndi kjósenda Sjálfstæðisflokksins þarf hann ekki einu sinni að óttast að missa vinnuna þrátt fyrir afspyrnulélega frammistöðu.
Eða hvað, kannski var þetta kornið sem þurfti til að fylla mælinn.
Samt sem áður þarf hann ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni, hann og hans félagar hafa séð til þess.
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl frænka!
Nei, örugglega þarf þessi sjálfumglaði HORde ekki að hafa neinar áhyggjur
af afkomu sinni, hvorki hvað vinnu snertir né aðra afkomu.
Nú situr hann öruggur heima hjá sér og kjamsar á feitum steikarbita
meðan lýðurinn sér fram á að þurfa að leita að einnota umbúðum og selja sér til lífsviðurværis.
Á Svörtuloftum situr fjandi
sá er með Haardehund í bandi.
Ef sendum báða strax úr landi
sýnist mér leysast þjóðar vandi.
Án stuðla og höfuðstafa.
Nú illa er sótt að Davíðsarmi
Kóngur bráðum fallinn
Bezt er geymdur í endaþarmi
Helvítis kallinn.
Kv. K.A.H.
Kristján (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.