Léleg ræða forsætisráðherra, hann hafði nákvæmlega ekkert fram að færa.

Ég var að vona að Geir hefði eitthvað að segja okkur, segði okkur hvernig hann ætlaði að hjálpa okkur að lifa af.

Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði fella niður verðtryggingu af lánum, að hluta.

Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði að sjá til þess að fólk missi ekki umvörpum ofan af sér.

Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði að sjá til þess að lánastofnanir sýni fólki skilning og sveigjanleika á meðan þetta ástand ríkir (jæja Jóhanna Sigurðardóttir kom inná þetta)

 Hann hefði getað sagt okkur að ríkisstjórnin ætlaði að fella niður skatta á þá sem lökustu launin hafa og lækka tekjuskatt á aðra.

Hann hefði getað sagt svo margt. Sumt af því er Jóhanna að bæta upp, en það er ekki nóg. 

En, það var svo sem ekki við öðru að búast. 

 


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Geir sagði ekki neitt,Össur talaði mikið og sagði ekki neitt og við sitjum uppi með þetta

Rannveig H, 4.10.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Þóra.

Jóhanna stóð sína pligt það má hún eiga, en stefnuræðan var ræða ráðleysis þvi miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.10.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband