Satt eða logið?

Satt og logið sitt á hvað,

sönnu er best að trúa.

En hvernig á að þekkja það

þegar flestir ljúga. 

Eftir að hafa hlustað á málflutning Geirs og Jóns Ásgeirs, er alveg ljóst að annar hvor þeirra segir ósatt. Ég get ómögulega metið það en mér finnst að það þurfi að rannsaka málið af til þess bærum aðilum.

Ef það kemur á daginn að þessi aðgerð ríkisins var óþörf, ef Jón Ásgeir hefur rétt fyrir sér, þá, já þá er ég hrædd um að þessi ríkisstjórn sé búin að vera og þá ættu einhverjir að fara á bak við lás og slá.

Ásakanirnar á báða bóga eru svo alvarlegar að hið sanna verður að koma í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Víðar mætti heimfæra þessa ágætu vísu annars staðar en til er ætlast í upphafi.

Það er nú einu sinni svo að offors í riti og ræðu leiðir aldrei gott af sér.

Þurfa menn ekki að taka til í eigin skúmaskotum? Ég hef grun um það

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki þekkjum við Geir af ósannsögli.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl verið þið.  Ég tek undir við þau Guðrúnu og Heimir 100 %. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.10.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Guðrún og Kolbrún, elskurnar mínar,ég hef reynt eftir fremsta megni að segja sannleikann eins og hann blasir við mér. Ég hef verið að fara yfir það sem ég hef sagt og skrifað í hita leiksins og enn hef ég ekki rekist á að ég hafi farið rangt með, hins vegar hef ég sagt sumt  sem hefði mátt kyrrt liggja .

Heimir, hvað með þegar hann sagði um helgina, þegar hann var spurður, að ekkert sérstakt væri á seiði. Hann væri bara að kynna sér málin þar sem hann var nýkominn til landsins.  Ekki treysti ég manni sem er þreyttur á að vera alltaf að svara sömu spurningunum og hefur hingað til ekki séð ástæðu til að tala til okkar af heilindum.

Þóra Guðmundsdóttir, 2.10.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband