Neytendasamtökin skora á stjórnvöld
Laugardagur, 20. september 2008
Nú síðdegis lauk þingi Neytendasamtakanna sem stóð í tvo daga. Þar fóru fram fjörugar umræður um eitt og annað og ályktanir og áskoranir voru samþykktar.
Á þinginu var skorað á sjálfa ríkistjórn Íslands, einsök ráðuneyti og ráðherra. Þess var jafnvel krafist að þessir aðilar gripu til þessara og hinna aðgerða. Ekki hvarflaði það samt að nokkrum manni að það væri hið minnsta óeðlilegt eða að hægt yrði að túlka það sem svo að fólk væri að skipa því ágæta fólki fyrir verkum.
Mig langaði bara að benda á þetta vegna þeirra viðbragða, sem áskorun Miðstjórnar Frjálslynda flokksins, hefur vakið.
Athugasemdir
Sæl Þóra, það fer vonandi að líða að uppgjöri hjá Frjálslyndum.. Varðandi ályktunina frá síðasta miðstjórnarfundi þá hef ég t.d. ekki þörf fyrir svartsýnisraus manns sem er Grænni en Vinstri Grænir og predikar eins og honum sé borðað fyrir það, hvað ESB sé hræðilegt og hvað íslenska krónan hefur reynst okkur farsæl í gegnum tíðina- alveg óborganlega.
Forustumenn í Frjálslynda flokknum þurfa að fara að átta sig á því hvort þeir vilja skilgreina flokkinn sem rótækan umbótaflokk eða íhald og afturhaldi eins og mér finnst hann vera... Það er semsagt komið að Guðjóni að ákveða í hvorn símastaurinn hann ætlar að stíga.
Atli Hermannsson., 20.9.2008 kl. 23:56
Takk fyrir þetta Atli. Mér finnst líka að flokkurinn þurfi að átta sig á því hvort hann ætli sér að vera eitthvað annað og meira en lítill lítill klúbbur vestfirskra vina.
Þóra Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 13:15
Ég get nú ekki annað en tekið undir þetta með ykkur Atli og Þóra.
Lýðræðið er nú þannig að meirihlutinn treður á minnihlutanum, en því hefur verið öfugt farið í FF. Þar eru fáir sem að gera allt sem þeir geta til að vera "fáráðir".
Það eru sérkennileg boðorð sem hægt er að gefa þegar fólk fer á móti sínum flokkssystkinum, þegar það mögulega getur. Gerir það jafvel að reglu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.9.2008 kl. 14:13
Góður punktur hjá þér Þóra. M;iðstjórnin fer samkvæmt lögum flokksins með æðsta vald í honum. Starfsmaður flokksins sem tjáði sig í 24 stundum gaf í skyn að miðstjórnin væri eins og óþekkur krakki sem kynni ekki að hlýða.
Sigurður Þórðarson, 21.9.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.