Sigurjón Þórðarson framkvæmdastjóri Frjálslyndra?

Í tekjublaði  Frjálsrar Verslunar er Sigurjón Þórðarson titlaður framkvæmdastjóri Frjálslyndra. Mér vitanlega er hann það ekki og hefur aldrei verið. Það stóð kannski til um tíma, en af því varð aldrei.

Á öðrum stað í blaðinu er Guðbjörg Glóð Logadóttir framkvæmdastjóri Fylgifiska sögð vera með fimm milljónir á mánuði. Sjálf segir hún það vera alrangt. 

Ætli þetta séu einu villurnar í blaðinu ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frjálsri verslun er talsverð vorkunn að hafa skjátlast. Þeir eru alla vega ekki einir um að hafa trúað því að formaður Frjálslyndra hefði styrk innan flokksins til að þetta loforð sitt, en það hefur hann ekki getað þrátt fyrir góðan vilja.

Sigurður Þórðarson, 1.8.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Nei Þóra ekki er það svo en kanski góðir spádómar. Sigurjón gæti orðið góður framkvæmdarstjóri, en Sigurjón er góður stjórnmálamaður og fer vonandi ekki í stól framkvæmdarstjóra. Það finnst mér alla vegana.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.8.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Halla Rut

Sér Frjáls Verslun ekki bara hvernig málin ættu að vera?

Halla Rut , 10.8.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband