Tíu hestar fengir að láni.
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Í fréttum stöðvar tvö í kvöld var viðtal við Guðmund Ólafson hagfræðing. Ég hef yfirleitt miklar mætur á karlinum og finnst hann oftast tala af mikilli þekkingu og skynsemi. Samt ekki í kvöld.
Hann var spurður um álit á þeirri hugmynd að fella verðtryggingu niður. Hann er alfarið á móti henni.
Ásræðan er sú að honum finnst sjálfsagt að sá sem fær fé að láni borgi það allt til baka, með vöxtum, sama hvað.
Sá sem lánar eigi að fá allt sitt til baka, sama hvað svo kann að gerast á lánstímanum.
Þessu má líkja við það að ef maður fær tíu hesta að láni (dæmið sem hann tók) og síðan geisar skæð hestafarsótt og tveir hestanna drepast, þá skal sá sem fékk þá að láni, bera tjónið aleinn.
Hestaeigandinn á ekki að bera nokkra áhættu. Þó má telja það víst að hefði eigandinn haft hestana heima hjá sér hefðu þeir samt drepist.
Eins er það með þann sem á peninga. Hann stendur frammi fyrir því að ákveða hvað hann á að gera við þá. Ef hann ákveður að geyma þá undir koddanum vitum við hvað gerist, ef hann kaupir sér fasteign, fyrirtæki eða verðbréf, getur hann átt von á ýmsu. Fasteignaverð getur hrapað, fyrirtæki geta farið á hausinn og verðbréf orðið verðlaus.
Ef hann aftur á móti kýs að lána peningana sína þá er eðlilegt að hann fái vexti en það er líka eðlilegt að hann taki, ásamt lántakanum, þátt í þeim áhættum sem við búum alltaf við. Svo sem eins og olíuverðshækkunum uppskerubresti úti í heimi og svo framvegis.
Þess vegna er það eðlileg krafa að verðtryggingin verði allavega ednurskoðuð með það í huga að jafna út áhættu lánþega og lánveitenda.
Athugasemdir
Orð í tíma töluð, sammála.
Haraldur Bjarnason, 30.7.2008 kl. 00:25
Ef þú hefðir keypt 1 kíló af gulli fyrir 2000 árum og ávaxtað það með þeim vöxtum sem eru lagðir á verðtryggt lán hér á landi, væri gullið orðið þyngd jarðarinnar í dag.
Allt á jörðinni rýrnar eða eyðist nema verðtryggðar íslenskar krónur, enda er þetta séríslenskt fyrirbrigði.
Þú verður að fyrirgefa Guðmundi Ólafssyni þetta hann lærði þetta í Háskóla og kennir þetta núna í Háskóla !
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.8.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.