"Guðsmaðurinn" Gunnar í Krossinum

Þegar ég kveikti á tölvunni minni í kvöld sá ég þessi skilaboð frá Jóni Val.  Bloggvinir, það er sorglegt að sjá óbilgjarna aðförina að Gunnari í Krossinum og að jafnvel kristið fólk taki þátt í henni.
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/598544/

Skemmtileg tilviljun.  Fyrr í dag kallaði sonur minn á mig. Hann hafði verið að "fletta" sjónvarpsstöðunum og rambaði á Omega. Þar var Gunnar einmitt að predika. Ástæða þess að drengurinn kallaði á mig var sú að Gunnar var að segja að Þróunarkenningin væri tómt bull og það væri búið að afsanna hana. Maðurinn væri skapaður af Guði, punktur. Ég sat um stund og horfði og hlustaði í forundran.

Neðst á skjánum voru svo upplýsingar um bankareikning sem maður getur lagt inná. Hvert þeir peningar fara eða hvað er gert við þá hef ég ekki hugmynd um en mér finnst lélegt af guðsmönnum að vera sífellt að betla peninga af fólki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég, sem bloggvinur Jóns, fékk þetta í tölvupósti . Kannski er ég sérlegur bloggvinur vegna færslna minna um Strandakirkju og Útvarp Sögu.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Rannveig H

Fari hann og veri bara,þetta á bæði við um Jón og Gunnar.Ég skrifaði sjálf færslu um Gunnar í Krossinum og benti á þá frábæru færslu sem 'astildur skrifað

Rannveig H, 28.7.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Fari þeir, sem fara vilja og veri þeir, sem vera vilja, mér og mínum að meinalausu.

Við hlæjum að því í dag að eitt trúðu menn því að Jörðin væri flöt og Sólin snerist um Jörðina.

Hvað vitum við nema að eftir 500 ár eða svo verði hlegið að okkur fyrir að hafa trúað á afstæðiskenninguna og þróunarkenninguna. Það er bara hroki að halda því fram að nútíminn hafi höndlað hinn endanlega sannleika.

Sjálfur kýs ég að trúa því að Guð hafi skapað allt sem er. Ég trúi því að hann hafi skapað manninn og hann hafi skapað hann sem karl og konu. Ég get ekki trúað því að lífið og alheimurinn hafi orðið til fyrir tilviljun. Hvernig Guð hins vegar skapaði allt sem er og hvers vegna veit ég ekki og ég held að mér sé ekki ætlað að skilja það. Þess vegna þvælist þróunarkenningin ekkert fyrir mér... hún er satt að segja ekkert ólíkleg skýring á aðferð almættisins við sköpunina.

Telji Rannveig mig mega fara bara og vera fyrir vikið þá verður það svo að vera. Ég get ekki sagt að ég tapi svefni yfir því.

Emil Örn Kristjánsson, 28.7.2008 kl. 14:08

4 identicon

Það er gott að Jón Valur er að vakna blessaður. Ég mæli með Hugvekjunni hennar Ásthildar - hún er yndislegt dæmi um mannkærleika og kommon sens skrifuð í anda Charles Dickens. Og auðvitað skapaði Guðsvitundin manninn - rétt eins og hún skapaði apann, Charles Darwin og allt sem er. Ég tel hins vegar nútímamanninn ekki vera þess umkominn að svo komnu að öðlast skilning á því hvernig nákvæmlega málum hefur verið háttað í sköpunarsögunni - en við eigum engu að síður að velta því fyrir okkur og efast um allt en útiloka ekkert  því heilinn er eins og vöðvi - því meir sem við höldum honum við og brjótum hugann því fleiri taugatengingar erum við að búa til og virkja, og kannski kemur að því að maður fari að skilja þetta allt betur einhvern daginn. Þess vegna dettur mér ekki í hug að vera "fylgjandi" og sitja fyrir framan Omega eða aðra trúarlega vettvanga og láta mata mig á misviturlegri dellu. Það er ekki Guðs plan.

Kv. Mel

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir


http://mofi.blog.is/blog/mofi/

Þetta er rosalega gott blogg um þennan eilífa ágreining um þróunar og sköpunakenninguna, sem er svo stórt mál að ég legg ekki í það að fjalla um það hér, en í stuttu máli trúi ég báðum kenningum. þ.e. Guð skapaði heiminn en notaði tíma efni og sitthvað fleira einsog við sem bökum kökur notum til þess hráefni hita og tíma, ekki bakar kakan sig sjálf

Mig langar til að fjalla um Gunnar í Krossinum og Ómega. Þó svo að ég sé þjóðkirkjukona þá hef ég gaman að því að hlusta á hvítasunnuklerka sem og predikara frá Aðventkirkjunni og kaþólska og rússn. rétttrúnaðarkirkjunni, semsagt alla nema mormóna og votta jehóva.

Ómega horfi ég hinsvegar ekki mikið á, því mér líkar ekkert alltof vel við marga ameríska peninga-kraftaverkakalla. En samt má ekki tala illa um Ómega, þeir eru háðir peningaframlögum frá fólki til þess að halda útsendingum gangandi sem er víst voðalega dýrt.  Ég held að Gunnar í Krossinum kaupi útsendingartíma í Ómega og greiði fyrir af fjármunum Krossins, þessi bankareikningur sem birtist fyrir neðan Gunnar held ég að sé bankareikningur Ómega. Núna er t.d. Hafliði úr Fíladelfíu að predíka á Ómega og ég er eiginlega viss um að sú útsending er kostuð af Fíladelfíu.  (ef þetta er rangt hjá mér þá biðst ég afsökunar á því)

Þó svo að fólk sé kristið þá er það hreinlega ekki sammála um allt, ósköp svipað og fólk getur tilheyrt sama stórnmálaflokki án þess að vera sammála um önnur atriði lífsins. 

Gunnar í Krossinum hefur margt gott fram að færa, þó svo að ég hafi ekki alltaf verið sammála honum, og veit ég ekki betur en að hann hafi ásamt fjölskyldu sinni unnið mikið starf í þágu fíkla, án þess að hafa uppskorið fjárhagslegan hagnað af. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.7.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband