Þetta fatta ég bara alls ekki.
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Enn þann dag í dag heita menn á Strandarkirkju.
Trúir fólk því virkilega að Guð hætti við áform sín ef hann fær pening? Að hægt sé að bjóða Guði nýja kertastjaka eða messuklæði og þá láti hann svo lítið að bjarga skipinu, lækna hinn sjúka nú eða bara láta mann vinna í happadrætti.
Það væri fróðlegt að vita hvað Kirkjan fær mikla peninga á ári út á þessa hjátrú. Hvað skyldi svo vera gert við þessa peninga?
Hvað segir biskupinn, finnst honum eðlilegt að hagnast á hjátrú almennings ? Er eðlilegt að prestar hvetji til áheita? Ef áheit virka er þá ekki verið að segja að Guð sé mútuþægur ?
Einhver í neyð, eins og til dæmis sjávarháska, ákallar guð sinn og lofar að gefa húsi peninga bara ef Guð væri svo góður að þyrma honum í þetta skipti. Annan vantar að selja húsið sitt og ef Guð reddar dílnum þá fær Kirkjan pening.
Er það fólk ekki í leiðinni að segja að bæninni þurfi að fylgja gjöf svo Guð hlusti ? Allavega virðist fólk trúa því að Guð leggi sig meira fram ef hann fær eitthvað í staðinn.
Enn er heitið á Strandarkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þóra, þú veist að allt er falt ef borgað er nógu mikið. Nei djók...
Þetta er bara ein af mótsögnum kirkjunnar...
Þar innandyra gerist margt sem er skítugt. Þannig er það bara.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.7.2008 kl. 22:32
þetta er eins með VALHÖLL , fólk borgar í sjóðinn og halda svo að DO og co komi til bjargar, eða KG og Landsbankinn....
en lengi lifi Strandakirkja og gott að fólk hefur trú, hvernig sem hún er til komin, kjærleikurinn í fyrirrúmi
Tryggvi (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 23:34
Leitt að sjá svona blogg frá þér, Þóra, og fleiri nýlega. Sömuleiðis er ég hissa á þér, Guðrún Þóra. Formæður ykkar ættu að sjá til ykkar!
Jón Valur Jensson, 23.7.2008 kl. 01:46
Góð færsla! Mótsögnin er algjör. Í ofanálag er þetta ríkiskirkja sem er á fárlögum væntanlega eins og allt þetta batterí. Hvað er gert við alla þá peninga sem Strandakirkja á, er það biskupstofa sem fær það verkefni að ráðtafa þeim vonandi að það fari í einhvað þarflegt.
Gott að sjá svona blogg frá þér ,Þóra, og fleiri nýlega. Ég er mjög trúuð en finnst þetta ekkert hafa með guð að gera "áheit á kirkjur"
Rannveig H, 23.7.2008 kl. 09:23
Jón Valur ég held að hún amma mín hefði orðið afar hneyksluð ef hún vissi að fermingarbörnin þurfi að borga fyrir að verða fermd í sinni kirkju sem fær greiðslur með skattpeningum. Amma mín hefði líka orðið mjög leið ef hún vissi að þeir sem að þjóna krikjunni misnota lítil börn og þar eru menn jafnvel í háum embættum innan kirkjunnar.
Í kirkjunni minni Fríkirkjunni eru ekki teknar greiðslur fyrir þjónustuna. Ég held að rekstur kirkjunnar hefðu alls ekki verið í anda ömmu minnar og því síður langafa míns var var prestur í sveitakirkju.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.7.2008 kl. 09:40
Jón Valur. Viltu þá vera svo vænn að útskýra fyrir mér útá hvað svona peningaáheit ganga yfirleitt. Amma mín hafði megnustu skömm á þessum ósið, taldi hann vera kominn úr heiðni. Sjálf var hún mjög trúuð. Finnst þér það vera kristinn hugsunarháttur að kaupa sér velvild Guðs ?
Þóra Guðmundsdóttir, 23.7.2008 kl. 10:42
Sanntrúað fólk (t.d. í hópi sjómanna og aðstandenda þeirra) misvirðir ekki Strandarkirkju, Þóra. Lestu þér til um hana og allt það, sem að baki býr. Þú ert örugglega ekki Árnesingur, og vitlaust hefur þessi áheitatrú farið í hugsun þína eða skilning, ef þú hyggur menn vera að kaupa sér velvild Guðs með áheitunum.
Guðrún Þóra, ég var ekkert að fjalla hér um lútherskar fermingar. Af andanum í svari þínu sýnist mér eitthvað vanta á jákvæða hugsun gagnvart því góða kirkjustarfi sem þó fer fram. Kannski smituð af aldarandanum? Og hver var afstaða ykkar gagnvart tillögu Jóns Magnússonar (sem var kolfelld) nýlega um að gera Frjálslynda flokkinn að kristnum stjórnmálaflokki?
Maður á víst litla eða enga samleið með efnishyggjuflokkunum.
Jón Valur Jensson, 24.7.2008 kl. 02:10
Einhverju sinni var ungur bóndi að koma frá Noregi á skipi sínu þar sem hann hafði sótt sér við til húsagerðar. Þegar hann er að koma að landi lendir hann í sjávarháska í dimmviðri og fær ekkert við ráðið. Bóndinn fyllist örvæntingu og heitir því að hann muni gefa allan húsagerðarviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi. Þegar hann hafði unnið þetta heit birtist honum ljósengill framundan stefni skipsins og verður þessi sýn honum stefnumið sem hann stýrir eftir. Engillinn leiðir svo skipið gegnum brimið og bárust skipverjar þannig inn í vík eina nálægt Strönd sem nefnist Engilsvík eftir þetta. Þar skammt fyrir ofan malarkamb var reist hin fyrsta Strandarkirkja.
Þessi helgisögn er talin vera frá 12. öld og hefur verið til í manna minnum allt frá þeim tíma. Hún hefur orðið til þess að Strandarkirkja hefur alla tíð verið áheitakirkja og verið mörgum sáluhjálp í gegnum lífsins raunir. Nokkrar aðrar helgisagnir eru til en þessi hefur verið hvað mest áberandi. Strönd er einmitt einn af þessum bæjum sem bóndinn greindi frá, en hann stóð við kirkjuna og það má ennþá greinilega sjá móta fyrir því að þar hafi eitt sinn staðið bær norður af kirkjunni og það er líka merkt á skemmtilegan hátt eins og fleiri bæjarstæði í nágrenni við kirkjuna.
Engillinn sem bjargaði bátsverjunum forðum daga er enn á sínum stað, hann er mótaður í granít vestan kirkjugarðsins af listakonunni Gunnfríði Jónsdóttur til minningar um kraftaverkið sem átti sér stað í víkinni. Hann stendur ennþá og horfir út á hafið, tilbúinn að bænheyra þá sem á hann heita. Listakonan Gunnfríður Jónsdóttir á sér legstað í kirkjugarðinum við Strandarkirkju, svo mikil var hrifning hennar af staðnum.
Markús frá Djúpalæk, 24.7.2008 kl. 15:32
Ég hef ekkert á móti því að fólk heiti á kirkjur eða hvað sem er ef það á aukapening en ég skora á kirkjunnarmenn að nota áheitin til að gera kirkjur aðgengilegar fyrir hreyfihamlaða. Ég veit ekki um neina kirkju sem er það en reikna nú með að það sé einhver. Í fyrra afhenti ungliðahreyfing Sjálfsbjargar, Ný-ung, biskupi Íslands, fyrir hönd Biskupsstofu, hvatningarverðlaun sem áskorun að gera verulegar úrbætur á húsnæði því sem hýsir ríkistrúna. Alveg til skammar að mínu mati en kannski er fólk í hjólastól ekki velkomið í hús guðs. Skildi standa eitthvað um það í biblíunni? T.d Komið til mín þið sem standið í lappirnar? Eða tak sæng þín og gakk eða vertu annars heima? Ég er ekki vel lesin í biblíunni því miður. Er hóflega kirkjurækin og einhvernveginn er alltaf sama tuggan í predikunarstólnum eftir því hvaða helgidagur er og hvaða boð ganga út frá biskupstofu um þema.
Jón Valur : Þetta er í annað sinn sem ég sé þessa athugasemd frá þér um tillögu Jóns. Mér leikur forvitni á að vita hvar og hvenær þessi tillaga var borin fram. Ekki það að ég er alveg á móti þessu. Finnst þér guðsmanninum við hæfi að blanda saman trúmálum og pólitík... eruð þið ekki orðnir nokkuð gráðugir guðsmennirnir í öryggi? Af hverju stofnið þið ekki bara flokk sjálfir sem snýst þá um að allir eigi að trúa því sem þið trúið ( ef þið gerið það þá) í guðs friði Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.7.2008 kl. 21:42
Ég hef þetta eftir flokksmanni þínum, Kolbrún, sem var viðstaddur. Og hingað til hefur enginn flokksmanna þinna afneitað því, að þetta hafi átt sér stað. Ætlar þú kannski að afneita þessu?
Já, sannarlega tel ég, að sjónarmið trúaðra eigi erindi á stjórnmálasviðið – eins og sýnt hefur sig víða í Evrópu. Hefði verið affarasælla, að þau (t.d. viðhorf kaþólska Miðflokksins í Weimarlýðveldinu) hefðu átt meira fylgi að fagna en sumar öfga- og alræðisstefnur sögunnar, svo að dæmi séu nefnd. Kristindómurinn leggur áherzlu á virðingu manneskjunnar, sem sköpuð er í Guðs mynd og ber ábyrgð sem ráðsmaður Guðs í sköpunarverkinu; sú ábyrgð er tjáð margfaldlega í bæði Nýja og Gamla testamentinu, að við eigum að gæta meðbróður okkar og reynast hverjum, sem við mætum í nauð, sem sannir náungar hans, og t.d. reynast útlendingunum í landinu vel. Þú ert kannski ófróð um þessa hluti; vera má ég fræði þig betur um þá seinna. – En "græðgi" er þetta ekki af trúaðra hálfu (miklu fremur fórn, hafandi í huga skítkastið sem mætir þeim frá mörgum) og örugglega ekki meiri "græðgi" af þeirra hálfu en margra metnaðargjörnu veraldarhyggjumannnanna, sem fara út í stjórnmál.
Jón Valur Jensson, 26.7.2008 kl. 14:15
Með góðri kveðju og virðingu, vil ég bæta við, og gangi þér vel í baráttunni fyrir þjóðfélagslegu réttlæti, svo í kvótamálum sem öðru.
Jón Valur Jensson, 26.7.2008 kl. 14:17
Svo vil ég að endingu þakka Markúsi Þórhallssyni, hinum ágæta þáttagerðarmanni á Útvarpi Sögu, mjög gott innlegg hans um Strandarkirkju hér ofar. En þarna er um mikla sögu líknsamra atburða að ræða, sem var einungis að hefjast, þegar sú saga gerðist, sem hann segir þar frá í byrjun. Um þetta hafa verið gefnar út bækur, m.a. eftir Elínborgu Lárusdóttur skáldkonu, sem ég var nátengdur. En HÉR er t.d. vefsíða um áheitakirkjuna á Strönd í Selvogi. Um leið má minna á, að allir erum við Íslendingar komnir af Erlendungum, stórhöfðingjaættinni sem átti Strandareignir á mótum miðalda og nýaldar.
Kannski ég bæti líka við þessum tengli á nokkur smáljóð mín frá Strönd.
Jón Valur Jensson, 26.7.2008 kl. 14:37
Skraf um trúarbrögð er viðkvæmur vettvangur misjafnra og þverstæðra skoðana. Trúarbrögð eru mörgu fólki nauðsyn og liggur oft hamingja þess undir. Stundum verða þeir atburðir sem ganga svo nærri sálaþreki fólks að framtíðin er svartnætti og ástandið óbærilegt. Þetta þekkja margir af eigin reynslu. Þá leitar fólk allra leiða og þá er rökfræði efnishyggjunnar lítils virði oft of tíðum.
Og hvað er svo þessi marglofaða skynsemi þegar upp er staðið? Ekki hef ég svarið og gef mér að það sé afstætt í meira lagi og skynsamleg viðbrögð mín við tilteknum aðstæðum séu ekki endilega skynsamleg viðbrögð einhvers annars,-og hver hefur stöðu til að leggja dóm á það? Sálarþrek okkar er mismunandi og sömuleiðis dómgreindin. Ég hef afar oft lent í mesta basli með eigin dómgreind (þó ótrúlegt sé!) og ekki ævinlega tekið gáfulegustu ákvörðunina. Hjátrú er að mínu mati hvorki heimskuleg né gáfuleg.
Niðurstaða mín (sem auðvitað enginn hefur beðið um) er einfaldlega sú að áheit séu neyðarviðbrögð þess sem sér ekki rökfræðilegt bjargræði í sárri neyð. Þessi viðbrögð fólks hafa aldrei skemmt mig og mér er til efs að nokkur búi þar að biturri reynslu. Þess vegna kemur mér það ekki nokkurn skapaðan hlut við þó fólk grípi til þess ráðs að heita á Þorlák biskup helga, Strandarkirkju né annað það sem það því kemur helst í hug á neyðarstund. Ég veit ekki hvers þeir fémunir eru nýttir til sem safnast í gegn um áheit Strandarkirkju en leyfi mér að vona að kirkjufeður þjóðarinnar misnoti ekki neyð fólks.
Sjálfur er ég efahyggjumaður og halla mér að Andanum mikla sem ég skilgreini ekki nánar. Ég ætla að fela þeim sem sólina skapti anda minn eins og sannur Skagfirðingur og í anda Matthíasar Jochumssonar.
"... þegar tíminn tæpi líður/trúðu þeim er skapti sól./ Þá mun sólin sælu og friðar/ sú er lengi gekk til viðar/fegra byggðir fagrar yðar/fóðra gulli Tindastól.
Árni Gunnarsson, 26.7.2008 kl. 18:03
Leiðr:...meðan tíminn tæpi líður...
Árni Gunnarsson, 26.7.2008 kl. 18:06
Fróðleg lesning þessi grein, sem og svörin.
Guð er andi og við nálgumst hann fyrir bænalífið okkar, Guð sjálfur er örugglega ekki að krefja fólk um peningagjafir þegar það ákallar hann í neyð. Í Orðinu hans höfum við leiðsögn um hver hans vilji er til okkar og eftir því sem ég kemst næst er aðalatriðið að elska hann og tilbiðja, jafnt í velgengni sem og í mótlæti.
Hvað áheitin varðar þá held ég að biskupsstofa ráði ekki neinu um hvert þau fara, ef heitið er á Strandakirkju verða áheitin að vera til hennar, ætli Strandakirkja hafi ekki einhverja stjórna sem ráðstafar eigum hennar. kannski ætti að benda fólki á að heita á rampa fyrir hjólastóla við hinar ýmsu kirkjur. Slíkt er örugglega Guði vel þóknanlegt
Guðrún Sæmundsdóttir, 26.7.2008 kl. 18:24
"Jón Valur" mér finnst þú ekki svara spurningunni hennar Þóru Guðmunds, hún spyr eftirfarandi: Jón Valur. Viltu þá vera svo vænn að útskýra fyrir mér útá hvað svona peningaáheit ganga yfirleitt.
Birgirsm, 26.7.2008 kl. 21:08
Gaman og fróðlegt að sjá svör ykkar, hvert með sínum hætti; ég þakka t.d. kærlega fyrir innlegg Árna (og er nú næstum farinn að tala eins og þetta sé mín vefsíða!) og Guðrúnar. En kæra Guðrún, sá sem upphaflega hét Guði því – í trausti og fyrir fram þakklátssemi – ef sér yrði lífs auðið úr sjávarháskanum, að reisa kirkju á ströndinni, hann var ekki að heita á neina kirkju, heldur gera það sem gott var og gaf blessunarríkan ávöxt. Okkur ber að efna heit okkar við Drottin (Sálm. 5.2, 76.12, Pred. 5.3).
Jón Valur Jensson, 26.7.2008 kl. 21:32
Þarna átti að standa (fyrst) Sálm. 65.2: "Þér ber lofsöngur, Guð, á Zíon, og við þig séu heitin efnd."
Jón Valur Jensson, 26.7.2008 kl. 21:34
Jón Valur Jensson. Ekki finnst mér þú svara spurningum mínum með því að telja að einhver stefna sem þú aðhyllist hafi verið affarasælli í Evrópu, væntanlega að meina að það hefði verið skárra stefna en stefna Hitlers. Undir það get ég tekið þó ég hafi ekki kynnt mér hana til hlítar frekar en biblíuna . Ég held að trúarbrögð eigi ekki samleið með pólitík vegna þess að þá er verið að lita allar aðgerðir eftir einni trú og kallar það á "mótvægisaðgerðir" þeirra sem aðhyllast aðra trú. Það er hægt að taka dæmi um þetta ef þú vilt. Stjórnsýsla ríkisins hlýtur að eiga að taka á hagsmunum allra þjóðfélagsþegna hvaða guð sem þeir ákalla í öngum sínum. Auðvitað veist þú það betur en ég að í öllum trúarbrögðum, sem ég hef heyrt um að minnsta kosti, er lögðu áhersla á sömu undirstöðuna þ.e. virðingu, réttlæti og kærleik til náungans hvort sem hann er útlendingum eða ekki. ( Hvar er annars fjallað um útlendinga í biblíunni ?) Fyrir mér eru útlendingar náungar og ég geri engan greinamun þar eins og þú, guðsmaðurinn, virðist gera í þínu svari ( nema það sé skens til mín ?). Varðandi spurninguna um Jón Magnússon og hans tillögu kannast ég ekki við hana enda verður ekki lögum eða stefnu flokksins breytt nema á Landsþingi. Ekki þekki ég til græðgi stjórnmálamanna á Íslandi og flokkast ekki undir það virðingarheiti sjálf en að finnast það ekki nóg að hér sé ríkistrú á föstum fjárlögum frá þegnum allra trúarflokka finnst mér vera óeðlileg græðgi og ef það er fórn þá hef ég verið að lesa vitlausa biblíu. Öðru máli finnst mér skipta ef ríkið og kirkjan væru aðskiln. Kveð þig fróðan guðfræðinginn að sinni Kolla
"Þú ert kannski ófróð um þessa hluti; vera má ég fræði þig betur um þá seinna"
Takk fyrir þessa yfirlýsingu Jón. Hver hefur þá ekki verið að vinna vinnuna sína. ef ég er ófróð um "þessa hluti" manneskja sem hef verið í kirkjukór í rúm 30 ár og mætt í messu hjá hinum og þessum prestum á hverjum sunnudegi á stórum hluta þess tíma. Ég hef farið á Alfa námskeið og er svo auðvitað skírð, fermd, gift, skilin, með börn og barnabörn sem bæði hafa verið skírð og fermd það síðasta skírt fyrir mánuði síðan inn í þjóðkirkjuna. Ég er að fara að kynna mér Búddatrú í vetur svona til að hafa samanburðinn.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2008 kl. 21:54
Gleymdi að kveðja þig í viðbótinni . Í guðs friði Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2008 kl. 21:58
Sæll aftur Jón Valur, ég skil núna hvað þú meinar með áheitinu, ég hef ekki kynnt mér þessa sögu, og ég skil vel að fólk sem upplifir kraft Guðs í sínu lífi vilji reisa kirkju eða gefa til ákveðinnar kirkju.
Ég trúi á kraft bænarinnar og er þess fullviss að Guð geti mætt fólki í neyð sem biður til hans í einlægni.
Svo höfum við aðrar aðstæður þar sem fólk deyr eða verður fyrir öðrum hörmungum þó svo að það hafi farið bænaleiðina.
Guðrún Sæmundsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:23
Guðrún: " Ég trúi á mátt bænarinnar og er þess fullviss að Guð geti mætt fólki i neyð sem biður í einlægni. Svo höfum við aðrar aðstæður þar sem fólk deyr eða verður fyrir öðrum hörmungum þó svo að það hafi farið bænaleiðina. " Á að skilja þetta þannig að fatlaðir biðji ekki nógu heitt og því mæti Guð því ekki í þeirra neyð? Er það Guði þóknanlegt að það þurfi að betla af þjóðinni aðgang að kirkjum landsins fyrir hreyfihamlaða. Snilldin ! Er þjóðkirkjan of blönk til að huga að sínum minnstu bræðrum? Mér finnst óþarfi að ruglast á Guði og kirkjunni og alveg dæmigert fyrir þá sem hafa umboð frá Guði vorum að ákveða hvernig hann vill hafa og orða hlutina. Ég get vitnað um kraft Guðs og áhrif í mínu lífi en það hefur ekkert með kirkjuna að gera og ég var að gangrýna hana ekki Guð. kveðja Kolbrún.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:55
Bíddu við Kolbrún, það er aðgangur fyrir fatlaða í mörgum kirkjum en ég tek þín orð trúanleg fyrir því að aðgengi vanti í einhverjum kirkju. Þá er um að gera að snúa sér til safnaðarstjórnar þeirrar kirkju og kvarta.
Ég glími sjálf við erfið veikindi og dettur ekki í hug að Guði sé eitthvað í nöp við mig. Við skulum líta til Páls postula sem þrátt fyrir að hafa notið stórkostlegrar náðar og snertingu Guðs, fékk ekki lausn frá sínum meinum.
Guðrún Sæmundsdóttir, 26.7.2008 kl. 23:17
kæra þóra - ég fatta þetta ekki heldur og ég held að það geri það enginn. sumt eigum við einfaldlega ekki að fatta í þeim skilningi að fá í hlutina rökrænt samhengi. það er stærra en svo. sjálfur er ég trúlaus og tilheyri öngvri kirkju - en svolítið hjátrúarfullur og þessvegna heiti ég einstöku sinnum á strandarkirkju þegar mér liggur mikið við. í mínum huga kemur það guði hinna kristnu ekki endilega við, ekki nema hann vilji það sjálfur. hér áður hétu menn á fátæka vinnumenn eða jafnvel ketti. það spurði enginn hvað kötturinn eða vinnumaðurinn gerði svo við peninginn. þetta er mjög gamall og ég held nokkuð góður siður...
Bjarni Harðarson, 27.7.2008 kl. 00:38
Guðrún...ég skal bíða við , ekki málið. Ég gat ekki skilið orð þín öðruvísi í ljósi umræðunnar. Ég var að ákveða áðan að nú verður það verkefni hjá mér að kanna allar kirkjur landsins og mun síðan kvarta opinberlega yfir aðgenginu en nota bena ...engin kirkja á að vera óaðgengileg. Það hryggir mig að þú skulir vera veik og ég bið fyrir þér. Veit að það gagnast að senda góða strauma og vona að þú finnir þér styrk í trúnni.
Bjarni :) ekki er hún nú mikið betri hjátrúin hahah kveðja til ykkar allra og takk fyrir skoðanaskiptin sem vonandi særðu engan. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.7.2008 kl. 02:14
Ég þakka svörin til mín, Kolbrún og Guðrún, en nú er klukkan orðin þrjú og ekkert vit í að skrifa lengur! Vil þó aðeins svara þessari spurningu þinni, Kolbrún: "Hvar er annars fjallað um útlendinga í biblíunni ?"
Lestu svarið HÉR í þessari grein, í kaflanum Hvað segir Biblían um “útlendingana í landinu”? – Með góðum óskum,
Jón Valur Jensson, 27.7.2008 kl. 03:07
Og til hamingju með barnabarnið nýskírða.
Jón Valur Jensson, 27.7.2008 kl. 03:10
Sæl Þóra og aðrir skrifarar.
Áheit eru einn þáttur af okkar menningu og við sjáum það aftur og aftur þegar bankar og stórfyrirtæki nota tækifærið að styrkja góð málefni og kynna sig í leiðinni. Dæmi er t.d. um íþróttafélag sem fékk loforð frá lyfjafyrirtæki að það styrkti sjúkrahús um ákveðna upphæð fyrir hvern seldan miða á leik. Segja má að þetta sé ein af þeirra aðferðum eða farvegum að koma góðum fyrirætlum sínum í framkvæmd og styrkja samfélagslega ímynd sína. Þessi áheitasiður byggir á gömlum merg sem er fyrirbænir heilagra manna. Í þeim tilfellum runnu peningarnir til góðra málefna, trúlega oftast til framfærslu fátækra. Þetta þýðir samt ekki að Guð, helgir menn eða englar krefjist greiðslu fyrir viðvik sín og kraftaverk heldur miklu fremur er þetta staðfesting þess að það er trú þeirra sem áheitin gefa sem læknar þá og hjálpar þeim sjálfum, því það eru gömul sannindi og ný að meðvitað eða ómeðvitað hjálpa menn sjálfum sér með því að hjálpa öðrum og það er með því að gleyma sjálfum sér sem menn finna sjálfa sig. Áheitið er táknrænt fyrir hjálparviljann og staðfesting þess að menn horfa út fyrir eigin persónu og hagsmuni.
Lifið heil.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.7.2008 kl. 11:15
Sæl aftur.. ég skellti nú uppúr þegar ég sá tímann á færslunni .. ekki alveg minn stíll að vera að blogga á nóttunni en svona fara freistingarnar með mann. Þegar ég var að slökkva á ljósum og tækjum þá freistaðist ég til að svara... hef haft það fyrir reglu eftir að flokksbróðir minn gaf í skyn að blogg eftir 12 væri " um miðja nótt" og þá væru menn á fylliríi. Ég þakka hamingjuóskir með barnabarnið Hergil Henning og mun lesa þennan pistil síðar um útlendingana. Ég hef einmitt deilt á verkalýðshreyfinguna fyrir að vaka ekki nægilega yfir þeirra kjörum. Ragnar Geir þakka þér fyrir þitt innlegg en það var það fyrsta sem ég lærði í sambandi við trúna að ég átti ekki að biðja um eitthvað fyrir mig heldur biðja fyrir öðrum. Að láta gott af sér leiða er gott fyrir alla líka þá sem stunda viðskipti...kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.7.2008 kl. 12:26
Guð heyrir allar bænir sem beðnar eru, en það er misjafnt hvernig hann svarar þeim, ef við biðjum samkvæmt hans eðli (nafni) og vilja þá svarar hann samkvæmt því undantekningarlaust, þegar fólk kann það ekki þá er hann samt trúfastur að heyra þær bænir og Guð svarar þeim aðeins samkvæmt sínum vilja, en við skulum þó vita að hann heyrir og svarar okkar bænum langt fram yfir það sem við kunnum og skiljum, og hann heiðrar okkur ef við leitumst við að nálgast hann hvort sem við kunnum það eða ekki og við getum gert það þó við eigum enga peninga vegna blóðsins sem rann á Golgata krossi, en það er samt blessun í að gefa til að efla framgang Guðs ríkisins ef við viljum og getum en fyrst og fremst er Guð á eftir okkar hjarta, að eiga samfélag við sig og er það meira en allt annað.
Árni þór, 27.7.2008 kl. 15:17
Kolbrún, ég fagna innleggjum frá þér um trúmál, ég hef ekki séð þig áður á þessum vettvangi og það er alltaf gaman að fá aðra sýn í andans málum. Mér líst vel á það að þú vinnir í bættu aðgegni fatlaðra að kirkjum landsins, ég hef verið að þrýsta á það hér í hafnarfjarðarkirkjusókn að keypt séu svampbakstuðningur til að hafa við bakið en kirkjubekkirnir eru með trébaki sem er afar óþægilegur.
Kolbrún" en það var það fyrsta sem ég lærði í sambandi við trúna að ég átti ekki að biðja um eitthvað fyrir mig heldur biðja fyrir öðrum."
Hvar í ósköpunum lærðir þú þetta Kolbrún? Einn ávinningur þess að vera kristinn er einmitt að fela Drottni öll sín mál. því að á undursamlegan hátt leiðir hann fram hagkvæmustu lausnir blessun og vernd að hverju sinni. Að sjálfsögðu biðjum við hann líka fyrir þeim sem á vegi okkar verða.
hvað varðar umræður um kristilegan stjórnmálaflokk þá veit ég ekki hvort sá frjálslyndi er sá rétti? er ekki lausnin fólgin í því að kristið fólk geri sig sýnilegra í öllum stjórnamálaflokkum?
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 15:54
Það væri mjög góð lausn (og þó ekki sín eina), Guðrún. Að henni vil ég vinna, eins og ósk mín hefur lengi staðið til. En það verður víða á brattann að ganga fyrir kristið fólk í stjórnmálaflokkunum; verum undir það búin.
Jón Valur Jensson, 27.7.2008 kl. 17:10
Árni Þór (Trú, von og kærleikur) átti hér mjög gott innlegg – tek undir það.
Kolbrún, ég á eftir að svara þér betur seinna.
Jón Valur Jensson, 27.7.2008 kl. 17:14
Ef ég má sletta eins og unglingarnir þá "rokkið þið Jón Valur og Árni Þór"
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 18:26
Ja hérna. Jón Valur, ekki veit ég hver heimildarmaður þinn er, en hann hefur ekki farið alveg rétt með varðandi þá tillögu sem þú nefnir, um að gera Frjálslynda flokkinn að kristilegum flokki.
Það rétta er að þessi tillaga Jóns hefur aldrei verið borin fram formlega og þar af leiðandi hvorki verið felld né samþykkt.
Þóra Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 21:27
Þrátt fyrir fallegar helgisögur frá því í gamla daga finnst mér eitthvað bogið við að bænir hljóði eitthvað á þessa leið. Góði guð, viltu vera svo góður að bjarga mér. Ef þú gerir það þá skal ég gefa kirkjunni pening. Eða, Góði guð, mig vantar svo rooosalega pening, viltu vera svo góður að láta mig vinna tíu milljónir í lottói ? ef þú gerir það þá skal ég gefa kirkjunni túuþúsundkall.
Eftir stendur svo þessi spurning. Hvað eru þetta miklir peningar og hvað er gert við þá ?
Þóra Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 21:33
Kolbrún, það er í rauninni stórmerkilegt að allir þeir sem eru vakandi og bloggandi eftir miðnætti séu grunaðir um að vera ölvaðir. Lenti einmitt í þessu um daginn.
Ragnar, mér finnst þetta með fyrirtæki, allt annars eðlis. Þar er fólk að heita á annað fólk. Ég er að deila á að Kirkjan nýti sér það sem ég kalla hjátrú og hindurvitni.
Bjarni, þú ert líka að tala um að fólk heiti á annað fólk. Það finnst mér í fínu lagi.
Guðrún, ég er alveg sammála þér. Þegar ég var lítil og fór með bænirnar mínar eins og mér var kennt, hefði mér aldrei dottið í hug að biðja Guð um veraldlega hluti, aldrei.
Ég geri líka mikinn greinarmun á kirkju og trú. Kirkja er stofnun og henni er stjórnað af misvitrum mönnum, trú er það sem fólk á í hjarta sínu og hana ber að virða.
Þóra Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 22:55
Sæl aftur öll saman. Vona að þið farið ekki að taka mig í hóp þeirra sem hafa trúmál á heilanum eða hafa ofsalega mikið vit á þeim svo er ekki. Guðrún: Þetta var nú kennt hér áður og fyrr í mínum skóla en það var siðferðið sem við byggðum á þá. Í dag er annað uppi á teningnum. Þeir sem ekki geta ráðið við sig sjálfir fela sig Guði og afhenda honum vandamálið þegar ekki er í önnur hús að vernda. Ég hef líka beðið fyrir mínum málum en þó ekki eins og ég vil heldur eins og Guð vill eins og Kristur gerði þegar hann vildi losna við þann kaleik sem Guð ætlaði honum með dauðanum ( þannig var mér kennt þetta) . Nú til dags nota margir trúna eins og deyfilyf. Þeir geta ekki ákveðið neitt nema að spyrja Guð og eru svo óvissir um svarið eða túlka það eins og þeim sýnist og klína því svo á Guð.... ég get bara ekki annað en brosað og vona að Guð fyrirgefi mér það. Sessur við bakið... hvað eru margar tröppur inn í kirkjuna? Er þröskuldur? Man ég það ekki rétt að Jesú lét rjúfa þakið til að lamaði maðurinn mætti koma í musterið. En gangi þér vel og mikil er trú þín kona ef þú heldur að það þýði að tala við safnaðarstjórn um breytingar á byggingum kirkjunnar. En ég mun reyna það og biðja Guð um lausn á þessu máli.
Þóra: Biblían hefur fordæmt þá sem vilja sækjast eftir fé fyrir kraft Guðs. Í Postulasögunni segir Pétur" Þrífist aldrei silfur þitt né sjálfur þú af því þú hugðist að eignast gjöf Guðs fyrir fé"Þetta var mælt til Símonar sem vildi græða á þessu valdi sem fyrirbænin og handayfirlagningin var. Menn túlka þetta svo eftir behag í dag. Ekki veit ég hvað honum hefði fundist um auglýsingu sem hljómaði svona. Áheit áheit..Þeir sem heita á hjólastólarampa fá aðgang að himnaríki og aflausn allra sinn synda.... Með kveðju Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.7.2008 kl. 23:19
Hér fer Jón Valur mikinn um gæði trúaðra, lesti guðlausa og gæði tilbeiðslu, að vanda. Lofar svo kristindóm fyrir virðingu við manneskjuna (þótt þar sé maðurinn til þess eins að bera erfðasyndina í næstu kynslóð). Einnig er kristni sögð vera sú heimspeki er virðir náungann best, en þá vil ég benda á húmanisma er felur í sér þá einu kennisetningu að virða beri allt fólk, en ekki aðrar bábyljur. Nema þá er telja sig líkamlega af röngu kyni, laðast að kynbræðrum (eða systrum) sínum eða brjóta gegn ótal öðrum mannasetningum. Þvílík hneisa.
Það er svosum ekki okkar, sem fæddust ekki á Árnesi, eða ófróðir erum um málið, að tjá okkur.
Annars læt ég það eiga sig að tileinka pistil, hverjum þeim er sammælgist mér. Læt mér það duga að segja að hér komi hinir kristnu fram, berji sér á brjóst og þakki gvöði fyrir að gjöra sig svo góða.
Einnig vil ég segja að sá dagur sem trúarbrögð verða að hornsteini Íslenskrar stjórnsýslu, er sá dagur sem ég afneita ríkisfangi mínu. Þegar ein trú er komin með fótinn inn fyrir dyrnar, þá á sú næsta ekki langt að sækja. Þá fylgja einungis grýtingar, hýðingar og aflausnarsölur.
(ps. Ekki eru allir með allt af erlendungum komnir, nema sumir þykjist skondnir að stafa útlendinga, því ég á; í það minnsta, aðra ætt að rekja til þýskra.)
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 02:43
Takk fyrir svarið Þóra, Já veikindin eru misjöfn hjá fólki. Gigtin gerir mörgum erfitt fyrir með að sitja við harðan bakstuðning. Slíkt fólk verður nú líka að geta sótt kirkjur ekki satt? Fatlaðir eiga greiðan aðgang í þær kirkjur sem ég stunda innan þjóðkirkjunar (engar tröppur) en mætti gera betur fyrir gigtarsjúklinga í einni þeirra, þá er nú svo einfalt að ræða við presta eða safnaðarstjórnir sem eru allar af vilja gerðar til að bæta kirkjurnar.
Þegar að ég bið til Drottins fyrir öllu mínu lífi, þá er ég ekki að biðja um Lottóvinninga eða slíkt kannski frekar að Guð veiti mér Visku og styrk til að glíma við þær aðstæður sem lífið færir hverju sinni. nú einnig bið ég um daglegt brauð (að ég geti fætt og klætt mína fjölskyldu) og að ég geti staðið straum af öllum útgjöldum. Nú einnig bið ég fyrir hverju því verkefni sem ég er með hverju sinni og stundum tengjast þau fjármálum. Mér veitir nú ekkert af Guðs visku og stuðningi í mínu lífi.
En ertu ekki búin að vera í kirkjukór í áratugi og sitja margar messur Kolbrún? hvað varstu eiginlega að gera með að syngja Guði lofgjörð ef hann á ekkert með að vasast í þínu lífi eða annarra?
Guðrún Sæmundsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:53
Þóra"Guðrún, ég er alveg sammála þér. Þegar ég var lítil og fór með bænirnar mínar eins og mér var kennt, hefði mér aldrei dottið í hug að biðja Guð um veraldlega hluti, aldrei.
Ég geri líka mikinn greinarmun á kirkju og trú. Kirkja er stofnun og henni er stjórnað af misvitrum mönnum, trú er það sem fólk á í hjarta sínu og hana ber að virða. "
Kirkjan er með sína stofnun sem sér um praktískar framkvæmdir, en Guðsþjónustur eru allt annað. Athöfn þar sem Orðið er haft í heiðri og Guð sjálfur lofaður, gefur manni frið, gleði og styrk til að mæta verkefnum lífsins. Guð opinberast í Orðinu og þessvegna er okkur mikilvægt að heyra það predíkað og sungið.
Enginn manneskja er fullkominn, og prestar ekki heldur, Persónur biblíunar voru ekki fullkomnar fyrir utan þann eina sanna Guðsson sem er enn á lífi og vill raunverulegt samband við okkur fyrir bænalíf og Orðið sjálft og hann er Jesús Kristur
Guðrún Sæmundsdóttir, 28.7.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.