"Kloakdæksler skød op i regnen"

Þetta er fyrirsögnin í Jyllandsposten.

Þetta eru lok á klóakið, en ekki rörin sjálf. Merkilegt að fréttamaðurinn sem snaraði textanum svona fimlega yfir á Íslensku hafi ekki séð neitt athugavert við að bílstjórar væru að "grafa niður klóakrör"

 


mbl.is Flóð í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snowman

Þessi blaðamaður ætti ekki einu sinni að eiga við íslenskar fréttir í framtíðinni.  Í fyrsta lagi heitir "kloak" holræsi á íslensku og í öðru lagi heitir "kloak-dæksel" holræsalok eða það sem er kallað brunnlok.  Að ökumenn hafi grafið niður holræsarör á ferðum sínum ... hehe... þeir reyndu að setja lokin aftur á.

Nú verður mbl.is að fara að taka sig á. Þetta er fáránleg "frétta"mennska

Snowman, 11.7.2008 kl. 10:46

2 identicon

Það er alveg með ólíkindum að bera saman fréttina í Jyllandsposten og "fréttina" á Mbl.is. Það sem blasir við eftir að hafa borið þetta tvennt saman er það að viðkomandi blaðamaður er allsendis ófær um að þýða úr dönsku. Auk þess er hann/hún illa að sér í íslensku. Svei-attan.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Einu sinni þurfti fólk að standast hörku próf til að fá starf á Mogganum. Það er greinilega ekki lengur þannig.

Þóra Guðmundsdóttir, 12.7.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband